Miklar líkur eru á að Emil Hallfreðsson fari frá Reggina þegar að félagaskiptaglugginn opnar í næsta mánuði.
Forráðamenn félagsins munu vera reiðubúnir að láta Emil fara en hann segir í samtali við Morgunblaðið að félög bæði ítölsk og önnur félög hafi sýnt sér áhuga. „Ég sætti mig ekki við að fá lítið sem ekkert að spila og aðalmálið er að komast til liðs þar sem not eru fyrir mann," sagði Emil.