Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins: Víðtæk þjóðleg samstaða 31. desember 2008 00:01 Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Margir andmæla hugmyndum um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En þeim fjölgar sem sjá ástæðu til að kanna málið betur og vilja láta reyna á möguleika þjóðarinnar með aðildarviðræðum við ESB. Ef marka má blaðaskrif andmælendanna eru sterkar líkur á víðtækri þjóðlegri samstöðu í aðildarviðræðum. Andmælendur leggja áherslu á fullveldi íslensku þjóðarinnar. Um þetta munu langflestir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála. 50. gr. nýs aðalsáttmála ESB gerir ráð fyrir fortakslausum einhliða úrsagnarrétti aðildarríkis. Þetta ákvæði mætir fullveldiskröfu þjóðarinnar. Það er allt annað mál að stjórnarskrá geri ráð fyrir möguleika á sértæku skilyrtu valdaframsali í fjölþjóðasamstarfi. Um þetta hefur verið rætt áratugum saman í tengslum við þátttöku okkar í Evrópuráðinu, Norðurlandaráði, Atlantshafsbandalaginu og stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Andmælendur leggja áherslu á að útlendingum verði ekki hleypt til veiða inn í íslenska landhelgi. Væntanlega eru flestir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála þessu, eða a.m.k. að slíkt sé á einhliða valdi Íslendinga í beinum tímabundnum og sértækum samningum. Samkvæmt reglu ESB um stöðug hlutföll koma engir útlendingar til greina við úthlutun fiskveiðiheimilda í landhelgi Íslands. Andmælendur leggja áherslu á að Íslendingar einir ráði stjórnkerfi fiskveiða á Íslandsmiðum. Þrátt fyrir mjög skiptar skoðanir um kvótakerfið munu mjög margir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála þessu. Samkvæmt nálægðarreglu ESB er tilhögun fiskveiðistjórnunar sérmál hvers aðildarríkis. Andmælendur leggja áherslu á að útlendingar geti ekki keypt ráðandi hluti í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum á Íslandi. Margir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB eru þessu sammála. Ákvæði 299. gr. í aðalsáttmála ESB, sem er 349. gr. í nýjum aðalsáttmála, gera ráð fyrir víðtækri sérstöðu og sjálfræði heimamanna á Madeira, Kanaríeyjum og Azoreyjum í sjávarútvegi og landbúnaði. Ákvæði í aðildarsamningi Möltu og aðildarsamningi Finna vegna Álandseyja hníga í þessa sömu átt. Þarna og víðar eru gildandi fordæmi innan ESB sem skynsamlegt er að nýta í hugsanlegum aðildarsamningi Íslands. Andmælendur leggja áherslu á óskoruð yfirráð Íslendinga yfir orkuauðlindunum. Áður nefnd ákvæði um Madeira, Kanaríeyjar, Azoreyjar, Möltu og Álandseyjar hafa fullt gildi sem fordæmi í þessu efni einnig. Og þessi ákvæði gera ráð fyrir því að heimilt sé að hindra útlendinga frá því að kaupa eða yfirtaka fyrirtæki í öðrum greinum einnig eða fasteignir, lóðir og landareignir. ESB býður fram margvísleg slík fordæmi sem sjálfsagt er að nýta í aðildarsamningi. Trúlega eru mjög margir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála þessu. Ofarnefnd ákvæði um eyjasamfélög snerta einnig fæðuöryggi íbúanna. Og ESB hefur lengi lagt áherslu á strangar heilbrigðisreglur um matvælaflutninga. Víðtæk samstaða ætti því að geta náðst um brýnustu hagsmuni landbúnaðarins. Andmælendur vara við oftrú á tímabundin aðlögunarákvæði eða undanþágur. Væntanlega eru allir Íslendingar sammála um þetta. Þeir málsþættir sem hér hafa verið nefndir benda eindregið til þess að víðtæk þjóðleg samstaða geti náðst í aðildarviðræðum Íslendinga við Evrópusambandið. Markaðir Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Margir andmæla hugmyndum um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En þeim fjölgar sem sjá ástæðu til að kanna málið betur og vilja láta reyna á möguleika þjóðarinnar með aðildarviðræðum við ESB. Ef marka má blaðaskrif andmælendanna eru sterkar líkur á víðtækri þjóðlegri samstöðu í aðildarviðræðum. Andmælendur leggja áherslu á fullveldi íslensku þjóðarinnar. Um þetta munu langflestir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála. 50. gr. nýs aðalsáttmála ESB gerir ráð fyrir fortakslausum einhliða úrsagnarrétti aðildarríkis. Þetta ákvæði mætir fullveldiskröfu þjóðarinnar. Það er allt annað mál að stjórnarskrá geri ráð fyrir möguleika á sértæku skilyrtu valdaframsali í fjölþjóðasamstarfi. Um þetta hefur verið rætt áratugum saman í tengslum við þátttöku okkar í Evrópuráðinu, Norðurlandaráði, Atlantshafsbandalaginu og stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Andmælendur leggja áherslu á að útlendingum verði ekki hleypt til veiða inn í íslenska landhelgi. Væntanlega eru flestir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála þessu, eða a.m.k. að slíkt sé á einhliða valdi Íslendinga í beinum tímabundnum og sértækum samningum. Samkvæmt reglu ESB um stöðug hlutföll koma engir útlendingar til greina við úthlutun fiskveiðiheimilda í landhelgi Íslands. Andmælendur leggja áherslu á að Íslendingar einir ráði stjórnkerfi fiskveiða á Íslandsmiðum. Þrátt fyrir mjög skiptar skoðanir um kvótakerfið munu mjög margir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála þessu. Samkvæmt nálægðarreglu ESB er tilhögun fiskveiðistjórnunar sérmál hvers aðildarríkis. Andmælendur leggja áherslu á að útlendingar geti ekki keypt ráðandi hluti í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum á Íslandi. Margir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB eru þessu sammála. Ákvæði 299. gr. í aðalsáttmála ESB, sem er 349. gr. í nýjum aðalsáttmála, gera ráð fyrir víðtækri sérstöðu og sjálfræði heimamanna á Madeira, Kanaríeyjum og Azoreyjum í sjávarútvegi og landbúnaði. Ákvæði í aðildarsamningi Möltu og aðildarsamningi Finna vegna Álandseyja hníga í þessa sömu átt. Þarna og víðar eru gildandi fordæmi innan ESB sem skynsamlegt er að nýta í hugsanlegum aðildarsamningi Íslands. Andmælendur leggja áherslu á óskoruð yfirráð Íslendinga yfir orkuauðlindunum. Áður nefnd ákvæði um Madeira, Kanaríeyjar, Azoreyjar, Möltu og Álandseyjar hafa fullt gildi sem fordæmi í þessu efni einnig. Og þessi ákvæði gera ráð fyrir því að heimilt sé að hindra útlendinga frá því að kaupa eða yfirtaka fyrirtæki í öðrum greinum einnig eða fasteignir, lóðir og landareignir. ESB býður fram margvísleg slík fordæmi sem sjálfsagt er að nýta í aðildarsamningi. Trúlega eru mjög margir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB sammála þessu. Ofarnefnd ákvæði um eyjasamfélög snerta einnig fæðuöryggi íbúanna. Og ESB hefur lengi lagt áherslu á strangar heilbrigðisreglur um matvælaflutninga. Víðtæk samstaða ætti því að geta náðst um brýnustu hagsmuni landbúnaðarins. Andmælendur vara við oftrú á tímabundin aðlögunarákvæði eða undanþágur. Væntanlega eru allir Íslendingar sammála um þetta. Þeir málsþættir sem hér hafa verið nefndir benda eindregið til þess að víðtæk þjóðleg samstaða geti náðst í aðildarviðræðum Íslendinga við Evrópusambandið.
Markaðir Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira