Agnar Hansson, forstjóri Sparisjóðabankans: Kaupmenn í kippum 31. desember 2008 06:00 Þegar gengið er um stræti Lundúna kemur mönnum stundum spánskt fyrir sjónir að sjá hvernig kaupmenn af sömu gerð virðast hópa sig saman á tiltölulega þröngu svæði. Hér má nefna skraddarana á Savile Row eða skyrtusalana á Jermyn Street. Og skorti fjármagn eru nánast óteljandi bankastofnanir á svæðinu frá Bank lestarstöðinni og upp til Liverpool Street. Hvaða glóra er í þessu? Væri ekki miklu nær að finna sér stað fjarri samkeppninni þar sem kaupmaðurinn getur betur stýrt álagningunni? Skýring er að viðskipti þrífast til lengdar best í samkeppni og nánd við keppinautinn. Eitt er álagning, annað er að halda í við þróunina, nýjungarnar og fylgjast með þeim sem skara fram úr. Svipað gildir um frumkvöðlastarfsemi, þar sem þekking helst innan frumkvöðlaklasa, jafnvel þótt einstaka fyrirtæki leggi upp laupana. Hér gerist því miður allt of oft að byggð er upp viðamikil sérfræðiþekking sem við gjaldþrot sprotafyrirtækja glatast að langmestu leyti þar sem enginn sambærilegur valkostur finnst. Þó má með góðum vilja finna undantekningu og felst hún í þeirri umfangsmiklu þekkingu á banka- og fjármálaþjónustu sem byggst hefur upp á Íslandi síðasta áratuginn. Tíu ára árangursrík uppbygging sem laðaði til sín marga af okkar bestu einstaklingum hefur hins vegar – því miður – beðið skipbrot. Þarna eigum samt mikinn fjársjóð fólginn í mannauði, þekkingu og reynslu. Og þótt einhverjir örfáir hafi farið yfir strikið má ekki fórna öllu. Ekki má fordæma skóginn þótt fundist hafi fölnað blað! Við Íslendingar stöndum frammi fyrir einhverjum umfangsmestu erfiðleikum í efnahagssögu okkar á síðari tímum. Það er ljóst að mikil mistök hafa átt sér stað hér heima auk þess sem alsherjar efnahagslægð gengur yfir heimsbyggðina. Þrátt fyrir það megum við ekki missa trúna á getu hvert annars. Við megum ekki láta tortryggnina eyðileggja tækifærin. Við megum ekki drepa niður forvitnina og frumkvöðlakraftinn. Við megum ekki útrýma hrósi og fjárhagslegri hvatningu. Síðast en ekki síst verðum við að leggja allt kapp á að endurvinna traust umheimsins þannig að komandi kynslóðir geti búið við sama frelsi og tækifæri og við sem nú höldum um stjórntaumana. Það verður að bjarga fjölskyldum og heimilum – ekki til að standa undir óhófi heldur til að lifa við mannsæmandi aðstæður. Það verður að bjarga sem flestum fyrirtækjum þrátt fyrir að staða margra þeirra sé ömurleg í ljósi gengisþróunar erlendra lána. Að öðrum kosti verður atvinnuleysi verra en nokkru sinni fyrr, lægðin dýpri og uppbyggingin hægari og erfiðari en þörf er á. Við verðum að leggja allt kapp á að hjól atvinnulífsins snúist áfram. Það er til lengri tíma litið allra hagur. Um það verður að nást sátt og það jafnvel þó að lausnin sé ekki algerlega sanngjörn. Kröfuhafar – í flestum tilfellum bankarnir – munu þurfa að gefa verulega eftir og breyta kröfum sínum í hlutafé. Í þeirra hendur – ekki stjórnmálamanna – verður síðan að setja ákvörðunarvaldið um hverjir af núverandi hluthöfum eða stjórnendum einstakra fyrirtækja verði áfram við stjórnvölinn og hvernig fyrirtækjunum verður á sem skemmstum tíma komið aftur úr eigu bankanna og yfir til einstaklinga og annarra fjárfesta. Það er grundvallaratriði að átta sig á því að fjárfestingargetan er engin. Þeir sem bera væntingar til þess að úti leynist digrir sjóðir af nýju fjármagni sem bíða eftir því að koma til bjargar munu óhjákvæmilega verða fyrir vonbrigðum. Þetta mál verður að leysa innanfrá með sameinuðu átaki undir stjórn þeirra sem hæfastir eru. Eins þurfum við að átta okkur á því að geta okkar til að sækja fjármagn erlendis frá er horfin. Trúverðugleika okkar var rústað með aðgerðum síðustu mánaða. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda á næstu misserum er endurvekja traust umheimsins á okkur Íslendingum. Við getum ekki sætt okkur við einangrun og haftastefnu í alþjóðaviðskiptum – þar verður að ríkja frelsi og traust til hagsbóta fyrir íslenskt þjóðfélag, fyrirtæki, heimili og einstaklinga. Við verðum að átta okkur á því að stærsta hindrun okkar í alþjóðaviðskiptum er ónýtur gjaldmiðill. Það vill enginn eiga viðskipti með íslensku krónuna eða setja áhættufjármagn hingað á meðan við búum við núverandi ástand. Við höfum talið sjálfsagt að við gætum vaðið inn í garð nágrannans og tínt þaðan öll þau epli og perur sem okkur lystir. Hins vegar höfum við haldið okkar dyrum harðlæstum og ekki hleypt neinum inn. Við höfum verið í stanslausri vörn – lifað í ótta við útlendinginn hræðilega sem tekur allt sem við eigum og skilur okkur eftir í súpunni. Þetta er einhvers konar sambland af minnimáttarkennd og stórmennskubrjálæði. Staðreynd málsins er hins vegar sú að það hefur aldrei neinn viljað eiga neitt hér – ekki síst út af ónýtum gjaldmiðli. Það felst ekki frelsi í sjálfstæðum gjaldmiðli fyrir örríki lengst norður í ballarhafi – þvert á móti er það sjálfskaparvíti. Ef það er eitthvað sem við höfum lært á síðustu árum þá er það að frjálsir fjármagnsflutningar og virk peningamálastjórnun er ómöguleg samhliða minnsta gjaldmiðli heimsins. Ef við ætlum okkur að halda íslenskri krónu þá verðum við að sætta okkur við höft á utanríkisviðskiptum. Að sama skapi myndi einhliða upptaka annars gjaldmiðils ekki vera raunhæf án mikillar miðstýringar og ytri stuðnings. Eina lausin sem gefur almenningi frelsi í viðskiptum og fjármagnsflutningum felur í sér virka þátttöku í alþjóðasamstarfi með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja, þ.e.a.s. ef einhver hefur áhuga á því að hafa okkur með!? Þeirri umræðu þurfum við að mæta af auðmýkt og hógværð! Gleðilegt nýtt ár! Markaðir Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Þegar gengið er um stræti Lundúna kemur mönnum stundum spánskt fyrir sjónir að sjá hvernig kaupmenn af sömu gerð virðast hópa sig saman á tiltölulega þröngu svæði. Hér má nefna skraddarana á Savile Row eða skyrtusalana á Jermyn Street. Og skorti fjármagn eru nánast óteljandi bankastofnanir á svæðinu frá Bank lestarstöðinni og upp til Liverpool Street. Hvaða glóra er í þessu? Væri ekki miklu nær að finna sér stað fjarri samkeppninni þar sem kaupmaðurinn getur betur stýrt álagningunni? Skýring er að viðskipti þrífast til lengdar best í samkeppni og nánd við keppinautinn. Eitt er álagning, annað er að halda í við þróunina, nýjungarnar og fylgjast með þeim sem skara fram úr. Svipað gildir um frumkvöðlastarfsemi, þar sem þekking helst innan frumkvöðlaklasa, jafnvel þótt einstaka fyrirtæki leggi upp laupana. Hér gerist því miður allt of oft að byggð er upp viðamikil sérfræðiþekking sem við gjaldþrot sprotafyrirtækja glatast að langmestu leyti þar sem enginn sambærilegur valkostur finnst. Þó má með góðum vilja finna undantekningu og felst hún í þeirri umfangsmiklu þekkingu á banka- og fjármálaþjónustu sem byggst hefur upp á Íslandi síðasta áratuginn. Tíu ára árangursrík uppbygging sem laðaði til sín marga af okkar bestu einstaklingum hefur hins vegar – því miður – beðið skipbrot. Þarna eigum samt mikinn fjársjóð fólginn í mannauði, þekkingu og reynslu. Og þótt einhverjir örfáir hafi farið yfir strikið má ekki fórna öllu. Ekki má fordæma skóginn þótt fundist hafi fölnað blað! Við Íslendingar stöndum frammi fyrir einhverjum umfangsmestu erfiðleikum í efnahagssögu okkar á síðari tímum. Það er ljóst að mikil mistök hafa átt sér stað hér heima auk þess sem alsherjar efnahagslægð gengur yfir heimsbyggðina. Þrátt fyrir það megum við ekki missa trúna á getu hvert annars. Við megum ekki láta tortryggnina eyðileggja tækifærin. Við megum ekki drepa niður forvitnina og frumkvöðlakraftinn. Við megum ekki útrýma hrósi og fjárhagslegri hvatningu. Síðast en ekki síst verðum við að leggja allt kapp á að endurvinna traust umheimsins þannig að komandi kynslóðir geti búið við sama frelsi og tækifæri og við sem nú höldum um stjórntaumana. Það verður að bjarga fjölskyldum og heimilum – ekki til að standa undir óhófi heldur til að lifa við mannsæmandi aðstæður. Það verður að bjarga sem flestum fyrirtækjum þrátt fyrir að staða margra þeirra sé ömurleg í ljósi gengisþróunar erlendra lána. Að öðrum kosti verður atvinnuleysi verra en nokkru sinni fyrr, lægðin dýpri og uppbyggingin hægari og erfiðari en þörf er á. Við verðum að leggja allt kapp á að hjól atvinnulífsins snúist áfram. Það er til lengri tíma litið allra hagur. Um það verður að nást sátt og það jafnvel þó að lausnin sé ekki algerlega sanngjörn. Kröfuhafar – í flestum tilfellum bankarnir – munu þurfa að gefa verulega eftir og breyta kröfum sínum í hlutafé. Í þeirra hendur – ekki stjórnmálamanna – verður síðan að setja ákvörðunarvaldið um hverjir af núverandi hluthöfum eða stjórnendum einstakra fyrirtækja verði áfram við stjórnvölinn og hvernig fyrirtækjunum verður á sem skemmstum tíma komið aftur úr eigu bankanna og yfir til einstaklinga og annarra fjárfesta. Það er grundvallaratriði að átta sig á því að fjárfestingargetan er engin. Þeir sem bera væntingar til þess að úti leynist digrir sjóðir af nýju fjármagni sem bíða eftir því að koma til bjargar munu óhjákvæmilega verða fyrir vonbrigðum. Þetta mál verður að leysa innanfrá með sameinuðu átaki undir stjórn þeirra sem hæfastir eru. Eins þurfum við að átta okkur á því að geta okkar til að sækja fjármagn erlendis frá er horfin. Trúverðugleika okkar var rústað með aðgerðum síðustu mánaða. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda á næstu misserum er endurvekja traust umheimsins á okkur Íslendingum. Við getum ekki sætt okkur við einangrun og haftastefnu í alþjóðaviðskiptum – þar verður að ríkja frelsi og traust til hagsbóta fyrir íslenskt þjóðfélag, fyrirtæki, heimili og einstaklinga. Við verðum að átta okkur á því að stærsta hindrun okkar í alþjóðaviðskiptum er ónýtur gjaldmiðill. Það vill enginn eiga viðskipti með íslensku krónuna eða setja áhættufjármagn hingað á meðan við búum við núverandi ástand. Við höfum talið sjálfsagt að við gætum vaðið inn í garð nágrannans og tínt þaðan öll þau epli og perur sem okkur lystir. Hins vegar höfum við haldið okkar dyrum harðlæstum og ekki hleypt neinum inn. Við höfum verið í stanslausri vörn – lifað í ótta við útlendinginn hræðilega sem tekur allt sem við eigum og skilur okkur eftir í súpunni. Þetta er einhvers konar sambland af minnimáttarkennd og stórmennskubrjálæði. Staðreynd málsins er hins vegar sú að það hefur aldrei neinn viljað eiga neitt hér – ekki síst út af ónýtum gjaldmiðli. Það felst ekki frelsi í sjálfstæðum gjaldmiðli fyrir örríki lengst norður í ballarhafi – þvert á móti er það sjálfskaparvíti. Ef það er eitthvað sem við höfum lært á síðustu árum þá er það að frjálsir fjármagnsflutningar og virk peningamálastjórnun er ómöguleg samhliða minnsta gjaldmiðli heimsins. Ef við ætlum okkur að halda íslenskri krónu þá verðum við að sætta okkur við höft á utanríkisviðskiptum. Að sama skapi myndi einhliða upptaka annars gjaldmiðils ekki vera raunhæf án mikillar miðstýringar og ytri stuðnings. Eina lausin sem gefur almenningi frelsi í viðskiptum og fjármagnsflutningum felur í sér virka þátttöku í alþjóðasamstarfi með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja, þ.e.a.s. ef einhver hefur áhuga á því að hafa okkur með!? Þeirri umræðu þurfum við að mæta af auðmýkt og hógværð! Gleðilegt nýtt ár!
Markaðir Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira