Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi: Staða bílgreinarinnar 31. desember 2008 06:00 Úlfar Steindórsson forstjóri Toyota á Íslandi. Þó fréttir af samdrætti í sölu nýrra bíla hafi verið áberandi á undanförnum mánuðum er okkur sem störfum við innflutning og sölu nýrra bíla efst í huga við þessi áramót að við erum að koma út úr einu blómlegasta skeiði í sögu greinarinnar á Íslandi. Oft vill gleymast að 84.000 nýjar fólksbifreiðar hafa verið fluttar inn á síðastliðnum fimm árum sem er 24.000 fólksbílum fleira en fimm árin þar á undan. Þetta þýðir að bílafloti landsmanna er tiltölulega nýr og þar með hagkvæmur í rekstri. Okkur hjá Toyota er einnig ofarlega í huga að nú eru um 50.000 Toyota- og Lexusbílar í notkun á landinu og okkur ber skylda að veita eigendum þessara bíla góða þjónustu í formi viðhalds og varahluta. Við fögnum því einnig að fyrirhugað er að draga úr opinberu eftirliti með nýlegum bílum með tilheyrandi kostnaði vegna þess að framfarir í framleiðslu bíla hafa verið það miklar að ekki er þörf að skoða þá sérstaklega fyrstu árin. Ekki má heldur gera lítið úr ábyrgð eigenda bílanna enda er það reynsla okkar að þeir koma með bílana í reglubundnar skoðanir og vilja almennt halda bílunum í góðu standi. Við teljum það því framfaraspor að dregið skuli úr kostnaði og fyrirhöfn við opinbert eftirlit. Á sama hátt og Íslendingar þurfa gott íbúðarhúsnæði þurfum við góða bíla til að komast á milli staða í hvaða veðri sem er. Bílafloti landsmanna er því stór stór og góður og mikilvægt er að tryggja sem bestar aðstæður fyrir rekstur þessa flota. Þetta kallar á góða og vel skipulagða vegi bæði í þéttbýli og um landið og er mikilvægt að ekki verði slakað á framkvæmdum á því sviði. Þá má ekki gleymast að fjöldi vel menntaðs fólks hefur atvinnu af því að veita bíleigendum þjónustu og er því mikilvægt að styðja sem best við menntun í bíliðngreinum í skólum landsins. Umræða um koltvísýringsmengun og áhrif hennar á hlýnun jarðar hefur verið áberandi að undanförnu og hafa sjónir manna gjarnan beinst að einkabílnum og hann gerður að sökudólgi í málinu. Kannski er eðlilegt að einkabíllinn sé áberandi í umræðunni. Hann er jú nálægt okkur á hverjum degi og fyrir allra augum. Bílaframleiðendur hafa brugðist markvisst við þótt ekki sé laust við að þess sé saknað að litið sé til annarra þátta sem hafa í för með sér meiri útblástur koltvísýrings en bílarnir. Við hjá Toyota munum á árinu 2009 fagna þriðju kynslóð tvinnbílsins Prius sem Toyota hefur framleitt í meira en áratug og er í forystu svokallaðra tvinnbíla sem knúðir eru bæði raf- og bensínmótor og valda þar af leiðandi minni mengun en hefðbundnir bílar sem ganga eingöngu fyrir bensíni eða diselolíu. Fljótlega munum við einnig sjá tvinnbíl sem tengja má við rafmagn og mun þess vegna nota enn minna af bensíni. Allt er þetta gert undir kjörorðinu „Eitt markmið: enginn útblástur.“ Við þessi áramót stöndum við frammi fyrir því að þurfa að takast á við verkefni nýs árs með full mikið af óvissu í farangrinum enda er algjörlega óvíst með gengi íslensku krónunnar og það vaxtastig sem við munum búa við. Mikið veltur á því að fyrirtækjunum í landinu séu sköpuð góð skilyrði, en hitt er ekki síður mikilvægt að fyrirtækin séu rekin af skynsemi og að eigendur þeirra og þeir sem bera ábyrgð á rekstri þeirra umgangist þau af virðingu. Fyrirtækin eru fjöregg sem bæði þjóðarhagur og hagur okkar sem einstaklinga byggir á. Markaðir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Þó fréttir af samdrætti í sölu nýrra bíla hafi verið áberandi á undanförnum mánuðum er okkur sem störfum við innflutning og sölu nýrra bíla efst í huga við þessi áramót að við erum að koma út úr einu blómlegasta skeiði í sögu greinarinnar á Íslandi. Oft vill gleymast að 84.000 nýjar fólksbifreiðar hafa verið fluttar inn á síðastliðnum fimm árum sem er 24.000 fólksbílum fleira en fimm árin þar á undan. Þetta þýðir að bílafloti landsmanna er tiltölulega nýr og þar með hagkvæmur í rekstri. Okkur hjá Toyota er einnig ofarlega í huga að nú eru um 50.000 Toyota- og Lexusbílar í notkun á landinu og okkur ber skylda að veita eigendum þessara bíla góða þjónustu í formi viðhalds og varahluta. Við fögnum því einnig að fyrirhugað er að draga úr opinberu eftirliti með nýlegum bílum með tilheyrandi kostnaði vegna þess að framfarir í framleiðslu bíla hafa verið það miklar að ekki er þörf að skoða þá sérstaklega fyrstu árin. Ekki má heldur gera lítið úr ábyrgð eigenda bílanna enda er það reynsla okkar að þeir koma með bílana í reglubundnar skoðanir og vilja almennt halda bílunum í góðu standi. Við teljum það því framfaraspor að dregið skuli úr kostnaði og fyrirhöfn við opinbert eftirlit. Á sama hátt og Íslendingar þurfa gott íbúðarhúsnæði þurfum við góða bíla til að komast á milli staða í hvaða veðri sem er. Bílafloti landsmanna er því stór stór og góður og mikilvægt er að tryggja sem bestar aðstæður fyrir rekstur þessa flota. Þetta kallar á góða og vel skipulagða vegi bæði í þéttbýli og um landið og er mikilvægt að ekki verði slakað á framkvæmdum á því sviði. Þá má ekki gleymast að fjöldi vel menntaðs fólks hefur atvinnu af því að veita bíleigendum þjónustu og er því mikilvægt að styðja sem best við menntun í bíliðngreinum í skólum landsins. Umræða um koltvísýringsmengun og áhrif hennar á hlýnun jarðar hefur verið áberandi að undanförnu og hafa sjónir manna gjarnan beinst að einkabílnum og hann gerður að sökudólgi í málinu. Kannski er eðlilegt að einkabíllinn sé áberandi í umræðunni. Hann er jú nálægt okkur á hverjum degi og fyrir allra augum. Bílaframleiðendur hafa brugðist markvisst við þótt ekki sé laust við að þess sé saknað að litið sé til annarra þátta sem hafa í för með sér meiri útblástur koltvísýrings en bílarnir. Við hjá Toyota munum á árinu 2009 fagna þriðju kynslóð tvinnbílsins Prius sem Toyota hefur framleitt í meira en áratug og er í forystu svokallaðra tvinnbíla sem knúðir eru bæði raf- og bensínmótor og valda þar af leiðandi minni mengun en hefðbundnir bílar sem ganga eingöngu fyrir bensíni eða diselolíu. Fljótlega munum við einnig sjá tvinnbíl sem tengja má við rafmagn og mun þess vegna nota enn minna af bensíni. Allt er þetta gert undir kjörorðinu „Eitt markmið: enginn útblástur.“ Við þessi áramót stöndum við frammi fyrir því að þurfa að takast á við verkefni nýs árs með full mikið af óvissu í farangrinum enda er algjörlega óvíst með gengi íslensku krónunnar og það vaxtastig sem við munum búa við. Mikið veltur á því að fyrirtækjunum í landinu séu sköpuð góð skilyrði, en hitt er ekki síður mikilvægt að fyrirtækin séu rekin af skynsemi og að eigendur þeirra og þeir sem bera ábyrgð á rekstri þeirra umgangist þau af virðingu. Fyrirtækin eru fjöregg sem bæði þjóðarhagur og hagur okkar sem einstaklinga byggir á.
Markaðir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira