Íslenski boltinn

Davíð Þór: Erum í lægð

Vignir Guðjónsson skrifar
Davíð Þór Viðarsson í leik gegn HK fyrr í sumar.
Davíð Þór Viðarsson í leik gegn HK fyrr í sumar. Mynd/Vilhelm
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði og hetja FH í leiknum gegn Fjölni í kvöld, vonast til að leikmenn FH rífi sig upp frá rassinum og spili þá leiki sem eftir eru af tímatilinu eins og þeir gerðu síðasta hálftímann í kvöld.

„Við vorum rosalega lélegir í 60 mínútur en þegar við breyttum í 4-4-2 breyttist þetta mikið. Við vorum algjörlega dauðir og alveg rosalega daprir framan af og ég kann ekki skýringu á því. Við erum í einhverri lægð núna og höfum alls ekki náð okkur á strik í síðustu tveimur leikjum."

Aðspurður segist Davíð telja að viðureignirnar gegn Aston Villa séu að trufla leikmenn liðsins. „Nei, það held ég ekki. Við erum með það reynslumikið lið og ef þessir leikir gegn Villa eru eitthvað inn í höfðinu á mönnum þá þurfum þeir að taka þá út hið fyrsta. Ég hef sjálfur að minnsta kosti upplifað neitt spennufall."

„Við erum ennþá í fínum séns í deildinni, tveimur stigum á eftir Keflavík og eigum eftir að fá þá í Hafnarfjörðinn til okkar. En við þurfum aldeilis að rífa okkur upp frá rassgatinu ef við ætlum okkur að gera eitthvað í framhaldinu," sagði Davíð Þór, ómyrkur í máli eftir leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×