Íslenski boltinn

Arnar: Þurfum kraftaverk

Elvar Geir Magnússon skrifar
Skagamenn eru á leið niður.
Skagamenn eru á leið niður.

Ekkert virðist geta bjargað Skagamönnum frá falli og Arnar Gunnlaugsson, annar þjálfara liðsins, viðurkenndi eftir tapið gegn HK í kvöld að liðið þyrfti á kraftaverki að halda.

„Það var ágætis stemning í klefanum fyrir leik en þegar út á völlinn var komið þá endurspeglaði leikurinn eiginlega gang sumarsins. Eins og í mörgum öðrum leikjum þá vorum við að stjórna leiknum en fáum svo fáránleg mörk á okkur. Það sést að það er lítið sjálfstraust í liðinu. Þetta voru tvö slökustu lið deildarinnar að mætast," sagði Arnar.

„Þetta var lélegur leikur. Það voru erfiðar aðstæður og okkur vantaði meiri ró á boltann á síðasta þriðjungi vallarins. Við fengum alveg nóg af færum til að ná allavega að jafna en þetta var bara alls ekki nægilega gott," sagði Arnar.

Skagamenn eru nú átta stigum frá Fylki sem er í tíunda sæti deildarinnar og aðeins fimm umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×