Viðskipti innlent

Langþráð hækkun í Kauphöllinni

Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum, sem leiðir langþráða hækkun í Kauphöllinni í dag.
Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum, sem leiðir langþráða hækkun í Kauphöllinni í dag.

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um tæp 1,8 prósent þegar viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgja Exista og FL Group, sem bæði hafa hækkað um rúmt prósent. Önnur félög hafa hækkað minna. Straumur rekur lestina með 0,16 prósenta hækkun.

Ekkert félag hefur hins vegar lækkað á sama tíma en nokkur fjöldi stendur í stað.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,44 prósent og stendur vísitalan í 5.090 stigum. Hún hefur hins vegar ekki hækkað í enda dags síðan á þriðjudag í síðustu viku.

Þróunin nú helst nokkuð í hendur við hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×