Viðskipti innlent

Hlutabréf hækka og krónan styrkist

Gengi hlutabréfa í Existu hefur hækkað um 13,5 prósent frá í morgun, langmest félaga í Kauphöllinni í dag. Gengi krónunnar hefur styrkst um 1,9 prósent á sama tíma. Þá hefur gengi bréfa í Spron hækkað um 8,3 prósent en Færeyjabanka og færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum um 6,2 prósent. Gengi bréfa í Kaupþingi, Bakkavör, Landsbankanum og Glitni hefur hækkað um rúm fjögur prósent í alþjóðlegri hækkanahrinu á hlutabréfamörkuðum í dag. Einungis gengi bréfa í Century Aluminum hefur lækkað, eða um 3,37 prósent. Úrvalvísitalan hefur rokið upp um 4,5 prósent og stendur vísitalan í 4.029 stigum. Þá hefur gengi krónunnar styrkst um 1,9 prósent og stendur gengisvísitalan í 172,5 stigum. Þetta er fyrsta samfellda styrking krónunnar frá 11. september síðastliðnum. Bandaríkjadalur kostar 92 krónur, ein evra 131,3 krónur, eitt breskt pund 166 krónur og ein dönsk 17,6 íslenskar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×