Viðskipti innlent

Nokkur hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði mest í Kauphöllinni í dag.
Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði mest í Kauphöllinni í dag. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 3,49 prósent í enda viðskiptadagsins í Kauphöllinni. Félagið tók sprett á fyrstu mínútum dagsins. Á hæla Existu fylgdi gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri, sem fór upp um 2,48 prósent. Þá hækkaði gengi Bakkavarar um 2,3 prósent.

Alfesca, Marel, Eik banki, Færeyjabanki, gengi bréfa í Eimskipafélaginu og Icelandair hækkaði um rúmt prósent. Gengi bréfa í viðskiptabönkunum Kaupþingi, Glitni, Landsbankanum og Straumi hækkaði um tæpt prósent á sama tíma.

Hins vegar féll gengi bréfa í Century Aluminum um 3,45 prósent á sama tíma, Atlantic Petroleum fór niður um 3,26 prósent og Atlantic Airways lækkaði um 0,5 prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,97 prósent og stendur vísitalan í 4.225 stigum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×