Viðskipti innlent

Krónan og úrvalsvísitalan á niðurleið

Evran kostar nú 130 krónur.
Evran kostar nú 130 krónur. MYND/AP

Gengisvísitalan hækkaði um 1,38 prósent í dag. Stendur hún nú í 166,5 stigum. Krónan hefur lækkað um níu prósent frá 10. júlí þegar gengis-vísitalan stóð í 152 stigum. Hún náði þó hámarki 24. júlí þegar hún fór í 169 stig.

Evran kostar nú 130 krónur, dollarinn 82,6 krónur, breska pundið 164,5 krónur og danska krónan 17,4 krónur.

Úrvalsvísitalan lækkaði í dag um 0,73 prósent og stendur í 4121 stigum.

Century Aluminium hækkaði um átta prósent og SPRON um 0,33 prósent.

Teymi lækkaði 1,94 prósent, Landsbankinn um 1,75 prósent og Glitnir um 0,8 prósent.

Landsbankinn og Össur birta sex mánaða uppgjör sín á morgun.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×