Enski boltinn

Aftur vann City 3-0

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Shaun Wright-Phillips fagnar öðru marka sinna í dag.
Shaun Wright-Phillips fagnar öðru marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images
Manchester City vann í dag sinn annan leik í röð í ensku úrvalsdeildinni með markatölunni 3-0. Í þetta sinn gegn Sunderland.

Þetta var fyrsti leikur Shaun Wright-Phillips eftir að hann kom aftur til City eftir þriggja ára dvöl hjá Chelsea en hann skoraði tvö mörk í síðari hálfleik.

Stephen Ireland skoraði fyrsta mark City í fyrri hálfleik eftir að leikmenn Sunderland hefðu gert sig líklega til að verða fyrri til að skora í leiknum.

Wright-Phillips skoraði svo stuttu færi eftir að Jo átti skot að marki sem missti marks. Hann innsiglaði svo sigurinn með því að skila langri sendingu Michael Ball í markið.

Manchester City er því með sex stig eftir fyrstu þrjá leikina en liðið tapaði, 4-2, fyrir Aston Villa í fyrstu umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×