Innlent

Leitað að fleiri hvítabjörnum

Ísbjörninn í Skagafirði var einn á ferð.
Ísbjörninn í Skagafirði var einn á ferð.

Í kjölfar þess að ísbjörn var felldur á Laxárdalsheiði í Skagafirði í vikunni þótti lögreglunni á Sauðárkróki ástæða til að ganga úr skugga um að fleiri bjarndýr gengju ekki laus á svæðinu.

Var því óskað liðsinnis Landhelgisgæslu Íslands sem sendi þyrlu til þess að leita svæðið úr lofti. Með í för voru tveir starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Norðurlands vestra.

Niðurstaða þeirrar leitar var sú að líklega hefur umrætt bjarndýr verið eitt á ferð.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×