Viðskipti innlent

Exista hækkaði um 20 prósent

Bakkabræður, stærstu hluthafar Existu í gegnum Bakkavör.
Bakkabræður, stærstu hluthafar Existu í gegnum Bakkavör. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Existu endaði í tuttugu prósenta plús og sex aurum á hlut eftir nokkrar sveiflur. Þegar best lét í byrjun dags rauk það upp um 100 prósent, úr fimm aurum í tíu.

Á eftir Existu fylgir Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, sem hækkaði um 13,78 prósent auk þess sem gengi bréfa í Atlantic Petroleum hækkaði um 6,25 prósent.

Á sama tíma féll gengi bréfa í Marel um 3,59 prósent, í Straumi um 3,51 prósent og Össuri um 2,31 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 0,84 prósent, Færeyjabanka um 0,81 prósent og Eimskip um 0,75 prósent.

Viðskipti voru 170 talsins á hlutabréfamarkaði í dag upp á 258,6 milljónir króna.

Úrvalsvísitalan féll um 2,14 prósent og endaði í 381 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×