Golf

Pavin fyrirliði bandaríska liðsins á Ryder

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Corey Pavin á blaðamannafundi í dag.
Corey Pavin á blaðamannafundi í dag. Nordic Photos / Getty Images

Corey Pavin mun gegn stöðu fyrirliða á Ryder-keppninni í golfi sem fer fram í Wales árið 2010.

Það verður því hlutverk Pavin að verja titilinn sem bandaríska liðið vann undir forystu Paul Azinger í sumar. Bandaríkin vann öruggan sigur á Valhalla-vellinum í september síðastliðnum og hlaut sextán og hálfan vinning en lið Evrópu ellefu og hálfan.

„Ryder-keppnin er í blóðinu mínu. Þetta er stórkostlegasti atburður heimsins, þá sérstaklega í golfíþróttinni," sagði Pavin og sparaði greinilega ekki stóru orðin.

Bandaríska liðið hefur ekki unnið Ryder-keppnina í Evrópu síðan hún fór fram á Belfry-vellinum árið 1993. Þá var Pavin í bandaríska liðinu sem keppandi en alls hefur hann þrívegis tekið þátt í Ryder-keppninni. Pavin var einnig aðstoðarmaður Tom Lehman sem var fyrirliði bandaríska liðsins fyrir fjórum árum er Bandaríkin tapaði fyrir Evrópu.

Kylfingar reyndu af fremsta megni að fá Azinger til að halda áfram sem fyrirliði en varð ekki af ósk sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×