Viðskipti innlent

Icelandair Group eitt á uppleið

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group sveif upp um 5,37 prósent í Kauphöllinni í byrjun dags og er eitt á uppleið á annars rauðum degi. Önnur félög hafa lækkað í verði. Exista, sem hefur hækkað um rúm 20 prósent síðustu daga, hefur lækkað um 3,13 prósent, sem er mesta lækkun dagsins.

Þá hefur gengi bréfa í Atlantic Petroleum lækkað um 1,7 prósent, Bakkavör um 1,35 prósent, Straumur um 1,13 prósent og Century Aluminum um 1,03 prósent.

Gengi bréfa í Kaupþingi, Landsbankanum, Færeyjabanka og Glitni hefur lækkað um tæpt prósent á sama tíma.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,66 prósent í dag og stendur vísitalan í 4.369 stigum.

Neikvæðar fréttir af bandarískum fjármálamörkuðum í gær smituðu út frá sér við opnun markaða í Asíu í nótt og hefur gengi fjármálafyrirtækja almennt lækkað á evrópskum mörkuðum í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×