Sir Alex Ferguson hefur staðfest að þeir Rio Ferdinand, Michael Carrick og Wes Brown hafa allir framlengt samning sinn við Manchester United.
Fyrr í vikunni greindi umboðsmaður Ferdinand frá því að samkomulag væri í höfn. Ekki er enn komið á hreint hversu langir samningarnir eru en talið er að þeir séu allir langtímasamningar.