Golf

Erfiðar aðstæður á Hólmsvelli í dag

Fyrri hringurinn á öðru móti ársins á Kaupþingsmótaröðinni var leikinn á Hólmsvelli á Leiru í dag. Ólafur Hreinn Jóhannsson úr GS hefur forystu í karlaflokki, en hann lék á þremur höggum yfir pari í dag - 75 höggum.

Eins og sjá má á skorinu í dag voru aðstæður nokkuð erfiðar á mótinu vegna vinds og rigningar.

Fimm kylfingar eru jafnir í öðru sætinu á eftir Ólafi, en það eru þeir Sigurbjörn Þorgeirsson úr GÓ,  Davíð Már Vilhjálmsson úr GKj,  Ólafur Björn Loftsson úr NK, Atli Elíasson og Pétur Óskar Sigurðsson úr GR. 

Keppni í kvennaflokki er mjög spennandi og þar deila þrjár konur með sér efsta sætinu eftir fyrri daginn. Þær Ragnhildur Sigurðardóttir GR,  Ásta Birna Magnúsdóttir GK og Ragna Björk Ólafsdóttir GK eru efstar og jafnar á 83 höggum.

Keppni hefst aftur klukkan 7:30 í fyrramálið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×