Viðskipti erlent

Kínverjar hækka olíuverð

Bensíndropinn hefur hækkað víða um heim síðustu mánuði. Reiknað er með því að verðið geti lækkað dragi úr eftirspurn eftir olíu í Kína á næstunni.
Bensíndropinn hefur hækkað víða um heim síðustu mánuði. Reiknað er með því að verðið geti lækkað dragi úr eftirspurn eftir olíu í Kína á næstunni.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega í dag eftir að fréttist að Kínverjar hyggist hækka verðið. Reiknað er með því að hærra verð muni draga úr eftirspurn eftir olíu á Kínamarkaði.

Mikil eftirspurn eftir olíu í Kína og öðrum nýmörkuðum hefur híft upp verðið að miklu leyti, að sögn Associated Press-fréttastofunnar. Hlut að máli á styrking bandaríkjadal gagnvart evru.

Verðið lækkaði um 2,80 dali á tunnu í dag og stendur verðið í 133,88 dölum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×