Golf

Kylfusveinninn Tiger Woods

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tiger Woods að störfum sem kylfusveinn.
Tiger Woods að störfum sem kylfusveinn.

Tiger Woods snéri aftur á golfvöllinn í gær en sem kylfusveinn. Tiger er að jafna sig eftir krossbandslit en hann var kylfusveinn fyrir hinn 59 ára gamla John Abel á Torrey Pines vellinum.

Abel var dreginn út í sérstökum leik sem Buick bifreiðar stóðu fyrir milli viðskiptavina sinna. Hann segist hafa verið mjög stressaður á fyrstu holunum en að Tiger hafi hjálpað sér mikið og kennt sér að lesa flatirnar.

„Mér leið mjög furðulega þegar ég rétti honum kylfurnar eftir höggin. Það var sérstakt að sjá hann þurrka þær og setja í pokann," sagði Abel.

Tiger hafði ekki komið á Torrey Pines völlinn frá því hann vann Opna bandaríska í júní. Eftir mótið fór Tiger í uppskurð og hefur verið í endurhæfingu síðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×