Íslenski boltinn

Óttast um Baldur Bett

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Baldur Bett, leikmaður Vals. Bjarni Ólafur Eiríksson er í bakgrunni.
Baldur Bett, leikmaður Vals. Bjarni Ólafur Eiríksson er í bakgrunni.

Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, segir líkur á því að sumarið gæti verið búið hjá Baldri Bett, leikmanni félagsins.

Baldur lenti í samstuði í leik Breiðabliks og Vals um helgina og varð að fara út af í hálfleik.

„Hann þarf að fara í myndatöku til að fá þetta á hreint," sagði Willum í samtali við Vísi. „Það er jafnvel talið að eitt eða tvö rifbein séu brákuð og ef það er tilfellið þá gæti sumarið verið búið hjá honum."

Auk hans þurftu Baldur Aðalsteinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson einnig að fara meiddir af velli um helgina. Hvorugur gat æft í gær né heldur Albert Brynjar Ingason og Henrik Eggerts.

„Ég á von á að Albert geti æft aftur á morgun og Bjarni gæti fljótlega byrjað að skokka. En það er meiri óvissa með hina þrjá," sagði Willum.

Valur mætir næst ÍA á Vodafone-vellinum á sunnudaginn kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×