Hamilton: Mætti með rétta hugarfarið 18. október 2008 08:20 Fremstu menn á ráslínu. Kimi Raikkönen, Lewus Hamilton og Felipe Massa. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton og Felipe Massa munu berjast af mikilli hörku í kappakstrinum í Kína í nótt. Þeir stefna báðir á sigur þó Hamilton hafi gengið betur í tímatökunni í morgun. "Þrátt fyrir slakt gengi í síðustu keppni náðum við að stilla strengi okkar fyrir tímatökuna. Ég náði nánast fullkomnum hring í lok tímatökunnar ogt við erum búnir að vera fljótir alla helgina", sagði Hamilton. Hann sagðist ekkert finna fyrir neikvæðni annarra ökumanna eða fjölmiðla í sinn garð að undanförnu. "Ég hef ekki fundið fyrir neinu og mætti bara með rétta hugarfarið. Ég á stuðningsmenn um allan heim og góða fjölskyldu sem stendur þétt við bakið á mér ásamt McLaren. Við sýndum það í brautinni hvernig við tökum á málum. Vonandi getum við gert eins vel í keppninni", sagði Hamilton. Massa er helsti keppinautur Hamilton um titilinn, þó Robert Kubica eigi líka möguleika, en hann er þó aðeins ellefti á ráslínu. "McLaren menn virðast vera með auðveldari bíl, allavega í tímatökunni. En það hefur sýnt sig að Ferrari bíllinn skilar sínu í kappakstri, kannski betur en í tímatökum", sagði Massa. "Við höfum ekki náð að auka hraðann síðan á æfingum á föstudaginn. Við verðum bara að berjast af hörku til að vinna upp forskot McLaren í mótinu. Okku gekk heldur ekki vel á Fuji brautinni í tímatökum, en keppnin núna er óráðinn gáta. Við munum berjast af kappi", sagði Massa. Kappaksturinn í Sjanghæ verður í beinni útsendingu kl. 05.30 á aðfaranótt sunnudags í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton og Felipe Massa munu berjast af mikilli hörku í kappakstrinum í Kína í nótt. Þeir stefna báðir á sigur þó Hamilton hafi gengið betur í tímatökunni í morgun. "Þrátt fyrir slakt gengi í síðustu keppni náðum við að stilla strengi okkar fyrir tímatökuna. Ég náði nánast fullkomnum hring í lok tímatökunnar ogt við erum búnir að vera fljótir alla helgina", sagði Hamilton. Hann sagðist ekkert finna fyrir neikvæðni annarra ökumanna eða fjölmiðla í sinn garð að undanförnu. "Ég hef ekki fundið fyrir neinu og mætti bara með rétta hugarfarið. Ég á stuðningsmenn um allan heim og góða fjölskyldu sem stendur þétt við bakið á mér ásamt McLaren. Við sýndum það í brautinni hvernig við tökum á málum. Vonandi getum við gert eins vel í keppninni", sagði Hamilton. Massa er helsti keppinautur Hamilton um titilinn, þó Robert Kubica eigi líka möguleika, en hann er þó aðeins ellefti á ráslínu. "McLaren menn virðast vera með auðveldari bíl, allavega í tímatökunni. En það hefur sýnt sig að Ferrari bíllinn skilar sínu í kappakstri, kannski betur en í tímatökum", sagði Massa. "Við höfum ekki náð að auka hraðann síðan á æfingum á föstudaginn. Við verðum bara að berjast af hörku til að vinna upp forskot McLaren í mótinu. Okku gekk heldur ekki vel á Fuji brautinni í tímatökum, en keppnin núna er óráðinn gáta. Við munum berjast af kappi", sagði Massa. Kappaksturinn í Sjanghæ verður í beinni útsendingu kl. 05.30 á aðfaranótt sunnudags í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira