Óskar Bjarni: Synd að annað liðið þurfti að detta út Elvar Geir Magnússon skrifar 6. október 2008 21:25 Óskar Bjarni Óskarsson. „Þetta var algjörlega okkar leikur og við áttum aldrei að hleypa spennu í þetta undir lokin," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur á HK í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Valur vann 27-26. „Spennan í kringum bikarleiki vill oft vera öðruvísi en í öðrum leikjum. Við skutum illa í byrjun og varnarlega vorum við að leysa kerfin rangt. Svo náði þetta loks að smella. Við vorum að skapa okkur ágætis færi í byrjun en vörnin var einfaldlega léleg," sagði Óskar við Vísi. Valsmenn byrjuðu leikinn virkilega illa en náðu sér síðan á flug. Undir lokin kom síðan óvænt spenna og HK hafði færi á að jafna. „Fúsi (Sigfús Sigurðsson) meiddist á hnénu og þá fengum við þrjú mörk á okkur í röð. Þá fórum við aftur að spila varnarleikinn með röngum hætti. HK er það gott lið að það refsar," sagði Óskar. Hann segir það í raun algjöra synd að lið HK sé dottið út. „Þeir voru góðir varnarlega og voru með flott kerfi í sóknarleiknum. Það er því leiðinlegt að þeir séu ekki meira með í bikarnum. Þetta er lið sem á að komast í undanúrslit. En bikar er bara bikar. Þetta var víst þriðja árið í röð sem HK-ingar tapa með einu marki gegn ríkjandi bikarmeisturum í þessari keppni." „Við erum ríkjandi bikarmeistarar en deildin er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur. Bikarkeppnin snýst meira um heppnina, þú sérð að við fáum hérna HK í 32-liða úrslitum en hefðum getað fengið Stjörnuna 3. En auðvitað stefnum við á að komast í úrslitaleikinn, við förum í alla leiki með það markmið að vinna," sagði Óskar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Valur vann HK með einu marki Valur komst í kvöld áfram í Eimskips-bikarnum í handbolta með því að leggja HK að velli í sannkölluðum stórleik. Leikurinn endaði 27-26. 6. október 2008 19:18 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
„Þetta var algjörlega okkar leikur og við áttum aldrei að hleypa spennu í þetta undir lokin," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur á HK í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Valur vann 27-26. „Spennan í kringum bikarleiki vill oft vera öðruvísi en í öðrum leikjum. Við skutum illa í byrjun og varnarlega vorum við að leysa kerfin rangt. Svo náði þetta loks að smella. Við vorum að skapa okkur ágætis færi í byrjun en vörnin var einfaldlega léleg," sagði Óskar við Vísi. Valsmenn byrjuðu leikinn virkilega illa en náðu sér síðan á flug. Undir lokin kom síðan óvænt spenna og HK hafði færi á að jafna. „Fúsi (Sigfús Sigurðsson) meiddist á hnénu og þá fengum við þrjú mörk á okkur í röð. Þá fórum við aftur að spila varnarleikinn með röngum hætti. HK er það gott lið að það refsar," sagði Óskar. Hann segir það í raun algjöra synd að lið HK sé dottið út. „Þeir voru góðir varnarlega og voru með flott kerfi í sóknarleiknum. Það er því leiðinlegt að þeir séu ekki meira með í bikarnum. Þetta er lið sem á að komast í undanúrslit. En bikar er bara bikar. Þetta var víst þriðja árið í röð sem HK-ingar tapa með einu marki gegn ríkjandi bikarmeisturum í þessari keppni." „Við erum ríkjandi bikarmeistarar en deildin er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur. Bikarkeppnin snýst meira um heppnina, þú sérð að við fáum hérna HK í 32-liða úrslitum en hefðum getað fengið Stjörnuna 3. En auðvitað stefnum við á að komast í úrslitaleikinn, við förum í alla leiki með það markmið að vinna," sagði Óskar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Valur vann HK með einu marki Valur komst í kvöld áfram í Eimskips-bikarnum í handbolta með því að leggja HK að velli í sannkölluðum stórleik. Leikurinn endaði 27-26. 6. október 2008 19:18 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Valur vann HK með einu marki Valur komst í kvöld áfram í Eimskips-bikarnum í handbolta með því að leggja HK að velli í sannkölluðum stórleik. Leikurinn endaði 27-26. 6. október 2008 19:18