Innlent

Hótað að varpa sprengjum á Gleðigönguna

Bréf barst fréttastofu Stöðvar 2 í dag þar sem því er hótað að varpa sprengjum á Gleðigönguna sem fram fer í Reykjavík þann 9.ágúst næstkomandi. Lögreglan lítur málið alvarlegum augum.

Bréfið barst fréttastofu í morgun en var póstlagt hér á landi þann 28. júlí síðastliðinn. Bréfið er nafnlaust og ritað á ensku með stórum prentstöfum. Á íslensku hljóðar það svona. Að breiða út alnæmi um allan heim er ekkert til að vera stoltur af. Tvær sprengjur verða sprengdar í gleðigöngu hinsegin daga á Íslandi og annars staðar. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir málið í rannsókn.

Hann segir fjölda hótunarbréfa berast lögreglunni og oftast nær sé ráðist á einhvern tiltekinn málstað.

Katrín Jónsdóttir göngustjóri gleðigöngunnar segir hótunina koma verulega á óvart. Viðmót landsmanna hafi verið mjög gott gagnvart gleðigöngu Hinsegin daga undanfarin ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×