Viðskipti innlent

Enn lækkar Bakkavör

Bakkabræður rýna í tölurnar.
Bakkabræður rýna í tölurnar. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 4,62 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Það stendurnú í 24,8 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í janúar árið 2005. Þá féll gengi bréfa í Existu, sem Bakkavör er stærsti hluthafinn í, um 2 prósent.

Gengi bréfa í Bakkavör fór hæst í 71,8 krónur á hlut 20. júlí í fyrra og hefur því fallið um 65 prósent síðan þá. Fall Existu frá hæsta gildi um svipað leyti nemur hins vegar 83 prósentum.

Þá hefur gengi bréfa í Össuri lækkað um eitt prósent í dag.

Gengi bréfa í Glitni, Straumi, Atlantic Petroleum, Atorku, Eimskipafélaginu, Eik banka, Kaupþingi og Landsbankanum lækkað um tæpt prósent.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Century Aluminum um 5,9 prósent, í Spron um 1,56 prósent og í Marel um 0,22 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,7 prósent og stendur hún í 4.251 stigi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×