Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 1,58 prósent í Kauphöllinni í morgun. Þetta er eina hækkunin á fremur rólegum degi.
Á sama tíma hefur gengi bréfa í Straumi fallið um 3,83 prósent, í Færeyjabanka um 2,04 prósent og bréf Marel Food Systems lækkað um 1,07 prósent.
Tuttugu viðskipti upp á tæpar fimmtíu milljónir króna hafa átt sér stað frá því hlutabréfamarkaður opnaði.
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um rúmt prósentustig og stendur hún í 352 stigum.