Viðskipti erlent

Þriggja prósenta samdráttur á milli ára hjá Baugi í Bretlandi

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs

Forsvarsmenn Baugs reikna með því að fyrirtæki þeirra í Bretlandi muni skila þriggja prósenta minni hagnaði fyrir afskriftir og skatta en í fyrra. Þetta staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs í samtali við Vísi.

Jón Ásgeir segir að samanlagður hagnaður fyrirtækjanna fyrir afskriftir og skatta stefni í að vera um 320 milljónir punda eða tæpir sextíu milljarðar. Hann segir jólaverslunina hafa verið þokkalega miðað við árferði en þó nokkur flutningur á hagnaði hafi átt sér stað á milli sérvöru og matvöru. Þannig hafi Iceland verslunarkeðjan átt sitt besta ár frá upphafi.

Aðspurður um verslun á Íslandi Þá segir Jón Ásgeir að verslun á Íslandi sé ágæt miðað við aðstæður á markaði. Hagkaup hafi staðið sig vel og verslun í Bónus hafi slegið öll met.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×