Toppliðin Inter og Roma á Ítalíu unnu bæði leiki sína í A-deildinni í dag og fyrir vikið færðist Inter skrefi nær þriðja meistaratitlinum í röð. Liðið hefur sex stiga forskot á toppnum og getur tryggt sér titilinn með sigri á AC Milan um næstu helgi.
Inter lagði Cagliari 2-1 á heimavelli sínum í dag með mörkum frá Cruz og Materazzi og á sama tíma vann Roma stórsigur á Torino 4-1. AC Milan lagði Livorno 4-1 þar sem gamla brýnið Pippo Inzaghi skoraði þrennu og Juventus burstaði Lazio 5-2.