Viðskipti innlent

Enn ein lækkun í Kauphöllinni

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum og færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féllu í kringum 4,7 prósent í nokkurri lækkun á síðasta viðskiptadeginum í Kauphöll Íslands í dag. Gengi einungis fjögurra félaga hækkaði lítillega og lækkaði Úrvalsvísitalan.

Þetta er jafnframt annar dagurinn í röð sem vísitalan lækkar.

Gengi tólf félaga lækkaði á móti hinum fjórum sem hækkaði.

Hin voru Bakkavör, sem lækkaði um 2,5 prósent og Exista, Teymi og Landsbankinn, sem öll lækkuðu um rúmt prósent og vel það. Þá lækkaði gengi bréfa í Icelandair, Straumur, Kaupþing, SPRON, Glitnir og Össur um tæpt prósent.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Eik Banka um 0,95 prósent, Færeyjabanka um 0,66 prósent, Alfesca um 0,15 prósent og Marel um 0,11 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,89 prósent í dag og stendur vísitalan í 4.828 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×