Körfubolti

Sautján farnir, sex á samningi og tveir á leiðinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jordanco Davitkov, fyrrum þjálfari Snæfells, staldraði stutt við hér á landi.
Jordanco Davitkov, fyrrum þjálfari Snæfells, staldraði stutt við hér á landi. Mynd/E. Stefán

Mál erlendra leikmanna hjá íslensku körfuboltafélögunum hafa verið áberandi undanfarna daga. Vísir tekur hér saman stöðu mála eins og hún blasir við í dag.

Áður en ÍR sagði upp sínum erlendu leikmönnum á föstudaginn síðastliðinn voru 23 erlendir leikmenn á samningum hjá félögunum í Iceland Express-deild karla.

Nú eru sautján þeirra farnir. Alls hafa níu af þeim tólf félögum í deildinni sagt upp samningi minnst eins leikmanns. Tvö þeirra, Snæfell og Njarðvík, hafa sagt upp samningum þriggja leikmanna auk þess sem samningi erlends þjálfara Snæfells var sagt upp.

Sem stendur eru sex erlendir leikmenn á mála hjá félögunum í efstu deild. Þar af hafa samningar þriggja þeirra verið endurskoðaðir og verða þeir því áfram á breyttum kjörum.

Tveir samningar til viðbótar eru í endurskoðun og því er ljóst að aðeins einn erlendur leikmaður í deildinni verður með sömu kjör, samkvæmt núverandi ástandi. Þetta er Jason Dorisseau, leikmaður KR.

Þar að auki hafa tvö félög hug á því að bæta við sig bandarískum leikmönnum. Hér ræðir um Tindastól og FSu.

Ef þessir tveir koma og þeim sex sem eru enn á samningi verður haldið er ljóst að átta erlendir leikmenn munu spila í Iceland Express-deildinni í vetur. Þar af fimm Bandaríkjamenn og þrír með vegabréf frá evrópsku ríki.

Hér má líta yfirlit um stöðu mála.

Erlendir leikmenn sem eru farnir: 17

Breiðablik: 2

ÍR: 2

Keflavík: 2

Skallagrímur: 2

Snæfell: 3

Stjarnan: 1

Þór, Akureyri: 1

Grindavík: 1

Njarðvík: 3

Erlendir leikmenn í deildinni: 6

KR: 1

Stjarnan: 1

Tindastóll: 2

Þór: 2

Erlendir leikmenn hugsanlega á leiðinni: 2

FSu: 1

Tindastóll: 1

Erlendir þjálfarar:

Snæfell: Sagt upp

Skallagrímur: Á í viðræðum um nýjan samning

Staðan hjá hverju félagi:

Breiðablik

7. október: Erlendum leikmönnum sagt upp

- Darrel Flake

- Igor Beljanski

FSu

Einn bandarískur leikmaður á leið til félagsins

ÍR

3. október: Erlendum leikmönnum sagt upp

- Chaz Carr

- Tahirou Sani

Keflavík

8. október: Erlendum leikmönnum sagt upp

- Jesse Pelot-Rosa

- Steven Gerrard

KR

Einn bandarískur leikmaður, Jason Dourisseau, á mála hjá félaginu.

Skallagrímur

8. október: Erlendum leikmönnum sagt upp

- Eric Bell

- Djordo Djordic

Félagið á í samningaviðræðum við Ken Webb, þjálfara, um endurskoðuð launakjör.

Snæfell

6. október: Erlendum leikmönnum og þjálfara sagt upp

- Jordanco Davitkov, þjálfari

- Nate Brown

- Nikola Dzeverdanovic

- Tome Disiljev

Stjarnan

7. október: Samningi eins erlends leikmanns sagt upp

- Nemanja Sovic

Endurgerður samningur við erlendan leikmann

- Justin Shouse

Auk þess var endurgerður samningur við íslenskan leikmann

- Jovan Zdravevski

Tindastóll

9. október: Endurgerður samningur við tvo erlenda leikmenn og bandarískur leikmaður líklega á leið til félagsins.

Þór, Akureyri

8. október: Samningi erlends leikmanns sagt upp

- Milorad Damjanac

Samningar tveggja erlendra leikmanna í endurskoðun

- Cedric Isom

- Roman Moniak



Grindavík


8. október: Samningi erlends leikmanns sagt upp

- Damon Bailey



Njarðvík


7. október: Erlöndum leikmönnum sagt upp

- Heath Sitton

- Slobodan Subasic

- Colin O'Reilly






Fleiri fréttir

Sjá meira


×