Formúla 1

Hamilton: Kynþáttahatur er ekki grín

Lewis Hamilton hefur reynt að leiða hjá sér neikvæð ummæli í ræðu og riti á árinu.
Lewis Hamilton hefur reynt að leiða hjá sér neikvæð ummæli í ræðu og riti á árinu. Mynd: Getty Images

Lewis Hamilton er ekki sammála ummælum Bernie Ecclestone þess efnis að gert hafi verið of mikið úr atvikum sem telja verður kynþáttahatur í garð Hamiltons og þetta væri bara grín.

"Ég er ekki sammála Ecclestone að kynnþáttahatur sé eitthvað grín. Ég ber mikla virðingu fyrir Ecclestone og trúi ekki öðru en að hann hafi sagt þetta á jákvæðan hátt", sagði Hamilton á kynningarfundi með kostendum í dag.

Nokkur tilvik hafa komið upp á árinu, bæðí á mótsstað og á netinu sem telja má vísir að kynþáttahatri í garð Hamiltons, en Ecclestone vildi meina að of mikið hefði verið gert úr málinu. Arhtony faðir Hamiiltons sagði í vikunni að hann hefði íhugað að draga son sinn út úr íþróttinni vegna ágangs ýmissa aðila á neikvæðan hátt.

"Það hafa allir tilfinningar og mönnum getur sárnað og allir feður vilja vernda syni sína. Hamilton hefur orðið fyrir aðkasti vegna litarháttar síns og ég hef stundum velti ég því fyrir mér hvort það sé sárindanna virði að vera í Formúlu 1", sagði Anthony






Fleiri fréttir

Sjá meira


×