Poppsveitin Menn ársins er að senda sér sína fyrstu plötu, sem er samnefnd sveitinni. Platan var tekin upp í sveitahljóðveri í Danmörku í nóvember í fyrra.
Að sögn Sváfnis Sigurðarsonar, gítarleikara og söngvara, voru aðstæður þar stórfínar. „Að vera vakinn í morgunmat, kallaður í hádegismat og kvöldmat og sinna svo eingöngu hugðarefnum sínum þess á milli er eitthvað sem enginn okkar hefur upplifað síðan í barnæsku," segir hann.
„Við vorum auk þess svo lukkulegir að getað smalað saman hinum og þessum kunningjum, dönskum og íslenskum tónlistarmönnum, sem lögðu okkur lið á langri leið."