Viðskipti innlent

Bakkavarabréf ruku upp í enda dags

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar.

Gengi hlutabréfa í Bakkavör rauk upp um tæp 6,5 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkunin sem sást á hlutabréfamarkaði hér á landi í dag. Gengið hefur legið í láginni upp á síðkastið. Gengi bréfa í Kaupþingi hækkaði um 1,18 prósent á sama tíma. Bréf Færeyjabanka, Glitnis, Alfesca, Landsbankans, Icelandair og Straums hækkaði sömuleiðis um tæpt prósent.

Á sama tíma féll gengi bréfa í Century Aluminum um 2,26 prósent og Marel um 2,11 prósent. Gengi bréfa í 365, Existu, SPRON, Össuri og Atorku lækkaði sömuleiðis um tæpt prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,88 prósent og stendur hún í 4.698 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×