Erlent

Niður með froskinn

Óli Tynes skrifar
Kermit er í djúpum.....
Kermit er í djúpum.....

Benedikt sextándi páfi hefur skrifað yfirvöldum í borginni Bolzano vegna höggmyndar af krossfestum froski. Bolzano er í Suður-Týrol sem er þýskumælandi sjálfstjórnarhérað á Norður-Ítalíu.

Á nýlistasafninu í Bolzano er að finna höggmynd af grænum froski eftir þýska avantgarde listamanninn Martin Kippenberg sem lést árið 1997.

Froskurinn er krossfestur. Í annarri hendinni heldur hann á ölkrús en í hinni er hann með egg.

Í bréfi sínu segir páfi að verkið særi trúarlegar tilfinningar þeirra sem líti á krossinn sem tákn ástar á Guði og frelsaranum og sem verðskuldi virðingu.

Froskurinn vakti mótmælaöldu um leið og honum var stillt upp í nýlistasafninu í maí síðastliðnum, enda eru 99 prósent íbúanna kaþólskrar trúar. Farnar hafa verið mótmælagöngur og safnað undirskrifum.

Safnstjórnin hefur fært froskinn af fyrstu hæð upp á þá þriðju, en neitar að fjarlægja hann alveg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×