Íslenski boltinn

Ásmundur: Gott að brjóta ísinn

Vignir Guðjónsson skrifar
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis. Mynd/E. Stefán
Ásmundur Arnarson, þjálfari Fjölnis, reyndi að líta á björtu hliðarnar eftir frábæran leik Fjölnis og FH í kvöld sem lauk með 3-3 jafntefli.

„Ég er ánægður með leikinn heilt yfir, við spilum mjög vel á köflum og skoruðum þrjú góð mörk. En auðvitað er ég ekki sáttur með að tapa niður 3-0 forystu."

„Vendipunktur leiksins verður þegar FH skorar annað markið. Þeir fengu ódýra aukaspyrnu og svo víti í framhaldinu. Þeir ganga á lagið við það og við föllum ósjálfrátt aftar á völlinn. Svona gerist þetta stundum," sagði Ásmundur, sem reyndi þó að líta á björtu hliðarnar.

„Þetta var fínn fyrri hálfleikur og fyrsta stigið í seinni umferðinni. Ég hefði líklega þegið eitt stig fyrir leikinn. Það er gott að vera búinn að brjóta ísinn og nú er bara að fylgja því eftir allt til loka móts."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×