Formúla 1

Viktor og Kristján kepptu í Bretlandi

MYND/Kristján Friðriksson
MYND/Kristján Friðriksson

Sebastian Hohenthal vann sinn annan sigur í Formúlu 3 mótaröðinni í Bretlandi í dag. Hann kom fyrstur í endamark í síðari umferðinni á Rockingham brautinni.

Viktor Þór Jensen varð 18. yfir heildina og Kristján Einar Kristjánsson 20. en Kristján varð fimmti í landsflokknum.

Hann er nú í sjötta sæti í stigakeppni ökumanna í landsflokki. Andrew Meyrick hefur unnið sex mót af átta í þeim flokki. Í alþjóðlegum flokki er Sergio Perez efstur með 88 stig, Atta Mustonen er með 78 og Jamie Alguersuari er með 71.

Hvorki Kristján né Viktor náðu að setja mark sitt á fyrri umferð Formúlu 3 mótsins í Rockingham í dag. Kristján féll úr leik í upphafi mótsins og Viktor varð í 21. sæti, en hann var ósáttur með gang mála í tímatökum.

Nánar á kappakstur.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×