Anna Björg Björnsdóttir hefur samið við Fylki um að leika með liðinu á næsta tímabili. Hún lék áður með liðinu árin 2005 til 2007.
Anna Björg flutti til Danmerkur fyrir rúmu ári síðan en lék með Fylki í síðustu fimm leikjum liðsins í sumar. Alls hefur hún skorað 78 mörk í 78 leikjum með félaginu.
Fylkir hefur verið duglegt að styrkja sig á haustmánuðunum og ætlar sér stóra hluti í Landsbankadeild kvenna næsta sumar.