Í dag var dregið í fjórðungsúrslit Subway-bikarkeppni karla og kvenna en þar ber hæst leikur KR og Keflavíkur í karlaflokki.
KR sló út bikarmeistara Snæfells í 16-liða úrslitum og fær nú Íslandsmeistarana í fjórðungsúrslitunum.
Grindavík varð bikarmeistari í kvennaflokki í fyrra en liðið féll úr leik í 16-liða úrslitunum er það tapaði fyrir Val á heimavelli. Valur mætir nú Fjölni í fjórðungsúrslitunum.
Fjögur efstu liðin í Iceland Express deild kvenna drógust saman. Topplið Hauka mætir KR og þá tekur Keflavík á móti Hamar.
Leikirnir:
Subway-bikarkeppni karla:
Njarðvík - Haukar
KR - Keflavík
Grindavík - ÍR
ÍBV/Stjarnan - Valur
Subway-bikarkeppni kvenna:
Skallagrímur - Hekla
Haukar - KR
Fjölnir - Valur
Keflavík - Hamar