Íslenski boltinn

Botnliðin unnu bæði - fimm stiga forysta Keflavíkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
HK-ingar fóru illa með Þróttara í dag.
HK-ingar fóru illa með Þróttara í dag.

Það eru heldur betur sviptingar í Landsbankadeild karla en í dag unnu botnliðin tvö, HK og ÍA, bæði leiki sína og hleyptu þar með enn meiri spennu í botnbaráttuna.

HK vann sinn þriðja sigur í röð og lék sinn fjórða taplausa leik í röð er liðið gerði sér lítið fyrir og vann 4-0 sigur á Þrótti sem er heldur ekki sloppið við botnbaráttuna.

Nú munar aðeins einu stigi á Fylki og HK og Þróttur er aðeins fjórum stigum á undan HK.

Skagamenn eru enn í neðsta sæti en nú með ellefu stig, fjórum á eftir HK, eftir 1-0 sigur á Val á útivelli í dag. Arnar Gunnlaugsson skoraði sigurmark Skagamanna í dag.

Þá náði Keflavík fimm stiga forystu á toppi deildarinnar eftir 3-0 sigur á Grindavík. FH á reyndar leik til góða en hann verður ekki leikinn fyrr en seint í septembermánuði.

Fylgst var með leikjunum á Miðstöð Boltavaktarinnar, visir.is/boltavakt. Þar er hægt að lesa meira um gang leikjanna í kvöld með því að smella á hvern leik fyrir sig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×