Friðrik: Eigum nóg inni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 15:09 Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur. Mynd/Daníel Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfellingar taka á móti Grindvíkingum í kvöld klukkan 20.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Snæfell hefur yfirhöndina í einvíginu, 2-1, og getur með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum. Vinni Grindvíkingar hins vegar mætast liðin í oddaleik í Grindavík. „Við erum enn með bakið upp við vegginn og okkur líður bara vel þannig," sagði Friðrik í samtali við Vísi í dag. „Við leggjum þetta bara þannig upp að við tökum bara einn leik fyrir í einu. Það er bara leikurinn í kvöld sem skiptir máli og hann verðum við að vinna. Það er að duga eða drepast fyrir okkur." Hann segir þó ekki að þó svo að Grindavík vinni í kvöld séu þeir með pálmann í höndunum fyrir oddaleikinn. „Nei, það er fjarri því. En við hugsum þetta ekkert lengur en til leiksins í kvöld. Ég skal ræða oddaleikinn þegar við vinnum í kvöld." Friðrik segir að allir sínir menn séu klárir í slaginn. Igor Beljanski eigi við meiðsli að stríða en hann verður engu að síður með í kvöld. „Ég held að við eigum nógu mikið inni til að klára þetta í kvöld. Ég tel að við færðum þeim sigurinn á silfurfati í fyrsta leiknum. Í næsta leik stjórnuðu þeir hraðanum og svo snerist þetta við í þriðja leiknum. Í kvöld mun þetta því aðallega snúast um hvort liðið nær að stýra hraða leiksins. Þeir munu reyna að hægja á leiknum." Bakvörðurinn Justin Shouse hefur verið meðal bestu leikmanna Snæfells í vetur en hann hefur ekki verið upp á sitt allra besta í þessari rimmu. Friðrik á ekki von á því að hann muni springa út í kvöld. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að stoppa hann og þá hefur verið að losna um aðra leikmenn. Honum hefur gengið ágætlega að finna félaga sína og þó svo að hann sé ekki nema að skora sextán stig í leik hefur hann líka gert það í leikjunum sem þeir hafa unnið. En hann muni ekki fá að skora 25-30 stig í kvöld - við látum það ekki gerast." Síðast þegar liðin mættust í Stykkishólmi átti Hlynur Bæringsson stórleik og skoraði 20 stig auk þess sem hann tók 21 frákast. „Hlynur er lyginni líkastur og þegar hann nær sér á strik er hrikalega erfitt að eiga við hann. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hægja á honum því hann er hjartað og sálin í þessu liði." Friðrik segir að hann og Jamal Williams hafi skoðað vel bæði styrkleika og veikleika Hlyns. „Hlynur er duglegasti leikmaður sem ég hef séð í körfubolta en hann hefur sínar takmarkanir. En það verður mjög erfitt að eiga við hann." Dominos-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfellingar taka á móti Grindvíkingum í kvöld klukkan 20.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Snæfell hefur yfirhöndina í einvíginu, 2-1, og getur með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum. Vinni Grindvíkingar hins vegar mætast liðin í oddaleik í Grindavík. „Við erum enn með bakið upp við vegginn og okkur líður bara vel þannig," sagði Friðrik í samtali við Vísi í dag. „Við leggjum þetta bara þannig upp að við tökum bara einn leik fyrir í einu. Það er bara leikurinn í kvöld sem skiptir máli og hann verðum við að vinna. Það er að duga eða drepast fyrir okkur." Hann segir þó ekki að þó svo að Grindavík vinni í kvöld séu þeir með pálmann í höndunum fyrir oddaleikinn. „Nei, það er fjarri því. En við hugsum þetta ekkert lengur en til leiksins í kvöld. Ég skal ræða oddaleikinn þegar við vinnum í kvöld." Friðrik segir að allir sínir menn séu klárir í slaginn. Igor Beljanski eigi við meiðsli að stríða en hann verður engu að síður með í kvöld. „Ég held að við eigum nógu mikið inni til að klára þetta í kvöld. Ég tel að við færðum þeim sigurinn á silfurfati í fyrsta leiknum. Í næsta leik stjórnuðu þeir hraðanum og svo snerist þetta við í þriðja leiknum. Í kvöld mun þetta því aðallega snúast um hvort liðið nær að stýra hraða leiksins. Þeir munu reyna að hægja á leiknum." Bakvörðurinn Justin Shouse hefur verið meðal bestu leikmanna Snæfells í vetur en hann hefur ekki verið upp á sitt allra besta í þessari rimmu. Friðrik á ekki von á því að hann muni springa út í kvöld. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að stoppa hann og þá hefur verið að losna um aðra leikmenn. Honum hefur gengið ágætlega að finna félaga sína og þó svo að hann sé ekki nema að skora sextán stig í leik hefur hann líka gert það í leikjunum sem þeir hafa unnið. En hann muni ekki fá að skora 25-30 stig í kvöld - við látum það ekki gerast." Síðast þegar liðin mættust í Stykkishólmi átti Hlynur Bæringsson stórleik og skoraði 20 stig auk þess sem hann tók 21 frákast. „Hlynur er lyginni líkastur og þegar hann nær sér á strik er hrikalega erfitt að eiga við hann. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hægja á honum því hann er hjartað og sálin í þessu liði." Friðrik segir að hann og Jamal Williams hafi skoðað vel bæði styrkleika og veikleika Hlyns. „Hlynur er duglegasti leikmaður sem ég hef séð í körfubolta en hann hefur sínar takmarkanir. En það verður mjög erfitt að eiga við hann."
Dominos-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira