Innlent

Jóhannes segir Jón Ásgeir hafa tekið dómnum illa

Jóhannes Jónsson.
Jóhannes Jónsson.

Jóhannes Jónsson kvaðst vonast til þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra muni einn daginn gefa út af hverju honum væri ,,svona illa við okkur og hvað við höfum gert honum." Hann segist hafa skorað áður á Björn og Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að segja af sér og hann væri enn þeirra skoðunar. Sonur hans tók dómnum illa.

Jóhannes undrast hvernig ákværuvaldið hafi hagað sér og hvernig farið hafi verið með almannafé. ,,Það var hátt reitt til höggs og eftirtekjan var ansi rýr", segir Jóhannes sem undrast hversu mikið hið opinbera geti ,,lagt í sölurnar til að eyðileggja fólk og fyrirtæki."

Jóhannes segist hafa heyrt í Jóni Ásgeiri syni sínum sem mun hafa tekið ,,dómnum illa líkt og öll fjölskyldan geri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×