Viðskipti innlent

Century Aluminum hækkar mest

Úr álverinu á Grundartanga.
Úr álverinu á Grundartanga.

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hefur hækkað um 1,85 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Það er mesta hækkun dagsins og fjórði dagurinn í röð sem markaðsvirði fyrirtækisins eykst eftir dýfu á þriðjudag í síðustu viku.

Þá hefur gengi bréfa í Eik banka hækkað um 1,32 prósent og í Bakkavör um 0,2 prósent.

Á sama tíma hefur gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri lækkað um 0,57 prósent, í Eimskipafélaginu um 0,35 prósent og í Straumi um 0,31 prósent. Exista og Kaupþing hafa bæði lækkað um 0,3 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,2 prósent og stendur vísitalan í 4.208 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×