Viðskipti innlent

„Persónulegar ástæður“

„Björgólfur Guðmundsson hefur aldrei komið nálægt flugrekstri," segir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, í samtali við Markaðinn.

Ásgeir bendir á að Björgólfur Guðmundsson hafi verið stór hluthafi í Eimskip frá árinu 2003 og til þess dags að félagið var selt Avion Group.

„Hann var ótengdur félaginu þegar sölusamningar á flugrekstrareiningum voru gerðir og skrifað var undir ábyrgðir sem nú hafa fallið á félagið. Hann var einnig ótengdur félaginu þegar upplýsingar komu frá XL-flugfélaginu í aðdraganda skráningar félagsins í Kauphöll á Íslandi en fréttir hafa verið um meinta fölsun þessara upplýsinga. Björgólfur kom aftur að félaginu eftir skráningu í Kauphöllinni og eftir að það var aftur orðið aðeins skipafélag," bætir Ásgeir við.

Hann bendir ennfremur á að Björgólfur Thor Björgólfsson hafi ekkert komið að Eimskip frá því það var selt til Avion Group. „Það er af persónulegum ástæðum sem hann tekur nú á sig ásamt föður sínum þær ábyrgðir sem fallið hafa á félagið." - bih








Fleiri fréttir

Sjá meira


×