Einfaldur meirihluti dugir Ingimar Karl Helgason skrifar 12. nóvember 2008 00:01 Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við setningu ársfundar sjóðsins í Washington í síðasta mánuði. Mynd/AFP Tuttugu og fjórir fulltrúar sitja í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins IMF). Þeir eru ýmist fulltrúar einstakra ríkja eða hópa ríkja. Atkvæði hvers um sig hefur mismikið vægi. Bandaríkjamenn ráða langmestu um afdrif umsókna, en í tilviki Íslands ræður einfaldur meirihluti hvort umsókn verður samþykkt eða felld. Umsóknin hefur hins vegar hvorki komist í hendur stjórnarmanna sjóðsins, né hefur umsókn Íslands enn komist þar á dagskrá. Vægi atkvæðaAtkvæði Bandaríkjanna ræður mestu í 24 manna stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Atkvæði þeirra gildir til 16,77 prósenta í stjórninni. Nokkur önnur ríki ráða ein yfir atkvæði sínu: Japanar, Bretar, Frakkar, Þjóðverjar, Kínverjar, Rússar. Í öðrum tilvikum, líkt og hjá Norðurlöndum, eru hópar ríkja saman um fulltrúa í stjórninni. Mismunandi er hversu mikið vægi atkvæðin hafa, en nefna má að Ísland, ásamt öðrum ríkjum á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum, ráða 3,44 prósentum. Einfaldur meirihluti dugirThomas Moser, fulltrúi Sviss og fleiri ríkja í stjórn sjóðsins, segir að einfaldur meirihluti dugi til þess að samþykkja eða fella beiðni Íslands um aðstoð. Því má velta fyrir sér hvaða ríki kynnu að vilja leggja stein í götu Íslands í þessum efnum og hvort það dygði til.Íslensku bankarnir störfuðu víða í Evrópu og raunar víða um heim. Landsbankinn tók við innlánum í útibúum í Bretlandi og Hollandi. Kaupþing tók við innlánum í bæði dótturfélögum og útibúum í Benelux-löndum. Enn fremur var tekið við innlánum í Þýskalandi, Austurríki og víðar, þar á meðal Sviss. Bankarnir höfðu starfsemi víðar, meðal annars í Kanada. Sé gert ráð fyrir að þau ríki sem telji sig eiga harma að hefna vegna íslenskra banka bindist samtökum um að leggja stein í götu umsóknar Íslendinga til sjóðsins, þá má ætla að í eigin hópi næðu þau samanlagt um fimmtung atkvæðamagns. Þess má geta að Thomas Moser segir að Svisslendingar líti umsókn Íslendinga jákvæðum augum. Í hópi Svisslendinga eru líka Pólverjar sem hafa heitið Íslendingum láni. Láni sem forsætisráðherra hefur kallað drengskaparbragð. Þó er fullkomlega óvíst hvort ríki beita áhrifum sínum gagnvart öðrum til að tefja að umsókn Íslands komist að hjá stjórn sjóðsins eða krefjast þess að samið verði við Breta og Hollendinga. Við því fást ekki svör að utan. þrýstingur Breta og hollendingaHinir alræmdu Icesave-reikningar Landsbankans í Bretlandi hafa dregið mikinn dilk á eftir sér. Óleyst er milliríkjadeila við Breta og Hollendingar sitja á hliðarlínunni. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að þýskir bankar hafi tapað háum fjárhæðum á falli bankanna. Þá tók Kaupþing við innlánum á Edge-reikninga í útibúum þar í landi. Bretar segjast í fjölmiðlum styðja umsókn Íslendinga um efnahagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrisjóðsins. Stuðningurinn virðist hins vegar aðeins vera í orði, þar sem þeir vísa til þess að reglur sjóðsins kveði á um að umsækjendur þurfi að hafa samið við lánardrottna sína. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að Bretar og Hollendingar legðu ofurkapp á að gengið verði frá málum vegna Icesave-reikninganna, áður en önnur mál verði afgreidd. Stjórnvöld grunar að togað sé í spotta á bak við tjöldin. Geir Haarde forsætisráðherra sagði við Fréttablaðið að hann vonaði að dráttur á umsókn Íslands væri ekki til kominn af „annarlegum ástæðum". Angela Gaviria-Baptiste, upplýsingafulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í málefnum Íslands, vill ekki svara fyrirspurn Markaðarins um þetta atriði. Hún var spurð hvort óleyst deila Íslendinga og Breta kynni að tefja eða kæmi í veg fyrir að umsókn Íslands yrði tekin fyrir í stjórn sjóðsins. Hvenær kemur aðstoðin?Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir Haarde héldu blaðamannafund í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, síðdegis föstudaginn 24. október. Þar var tilkynnt að formlega yrði óskað aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún fæli í sér ríflega tveggja milljarða Bandaríkjadala lán frá sjóðnum. Sama dag kynnti sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sama mál í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. Þá kom fram að unnin hefði verið efnahagsáætlun í samstarfi stjórnvalda og sendinefndarinnar. Þá sagði Geir Haarde að búist væri við formlegu svari stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir tíu daga þaðan í frá. Þá færi héðan samningur Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, svonefnt „letter of intent", beiðni um aðstoð eða samningur. Sammála eða fallist á?Íslenskir ráðamenn hafa rætt um samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Efnahagsáætlun hafi verið unnin í samstarfi við hann og þar komið fram ýmis atriði sem Íslendingar myndu „hvort eð er" þurfa að ráðast í. Enn fremur hefur komið fram að bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra hafi skrifað undir samkomulagið eða það sem á ensku nefnist „letter of intent".Ummæli Geirs Haarde í fréttum Ríkisútvarpsins benda hins vegar til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi unnið efnahagsáætlunina, sem Íslendingar gangist svo undir. Í hádegisfréttum útvarpsins á sunnudag sagði Geir: „En við þurfum hins vegar á árunum 2010 til 2012/2013 að snúa taflinu við þannig að innbyggður halli sem nú er að myndast á fjárlögunum snúist yfir í afgang. Það er það sem við erum að fallast á í þessari efnahagsáætlun sjóðsins og það er sjálfsagt mál."Þetta var borið undir Geir í fyrrakvöld og lesið upp úr uppskrift fjölmiðlavaktarinnar, sem er að þessu leyti að minnsta kosti, rétt upp skrifuð. Geir sagði. „Þetta er nú ekki nákvæmt orðalag. Orðin fallast á eru ekki þarna. Þetta er það sem við höfum orðið sammála um, í þessu samkomulagi sem gert er og er forsenda fyrir lánveitingunni. Og þetta held ég að flestir myndu nú telja að við ættum að gera, hvort sem við værum í samstarfi við gjaldeyrissjóðinn eða ekki." Geir ítrekaði að þetta væri samningsatriði. Það væri ekki svo að við gengjumst undir skilyrði sjóðsins. Þá yrði áætlunin birt innan tíðar.Í henni felst meðal annars vaxtahækkun, til að hindra útstreymi fjármagns, og að halli á ríkissjóði verði greiddur upp á árinum 2010 til 2013. Ríkisstjórnin Austan við járntjaldÖgmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir þetta móðgun við lýðræðið. Skuldbinda eigi íslensku þjóðina og þinginu sé til málamynda tilkynnt um málið. „Hvert eru menn eiginlega komnir hérna? Menn eru eiginlega komnir langt austur fyrir járntjaldið." Hann segir ummæli forsætisráðherra í útvarpsfréttum sýna að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé tekinn við stjórnartaumum á Íslandi. „Þetta hefur okkur grunað og er ekki góð tilhugsun." Hann segir það kröfu í þjóðfélaginu að gengið verði til kosninga og landinu verði stýrt af fólki með umboð. Lítið hefur komið fram um inntak þessarar efnahagsáætlunar. Þó er vitað að stýrivaxtahækkun Seðlabankans á dögunum, í átján prósent hefur með hana að gera. Breytingar á umsókninniTíu manna sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var hér á landi um nokkurt skeið. Poul Thomsen, yfirmaður Evrópudeildar sjóðsins, fór fyrir nefndinni. Hún hélt héðan af landi brott 24. október, þegar formleið beiðni um aðstoð átti að fara héðan. Síðan þá, samkvæmt heimildum Markaðarins, hefur sjóðurinn hins vegar óskað eftir frekari upplýsingum héðan. Ekki er vitað hvaða upplýsingar um ræðir. Það bréf sem seinast var sent, undirritað af Davíð Oddssyni og Árna M. Mathiesen, fór héðan 3. nóvember. Í byrjun vikunnar bárust Markaðnum upplýsingar um að sjóðurinn hefði enn óskað upplýsinga frá stjórnvöldum. Forsætisráðherra kannaðist ekki við það í fyrrakvöld. Í gærmorgun var svo greint frá því í Wall Street Journal að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn biði upplýsinga héðan áður en stjórn hans gæti fjallað um lánveitinguna. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Tengdar fréttir Fleiri leiðir kunna að vera til „Í tillögum mínum er ekki gert ráð fyrir aðstoð sjóðsins. Fyrstu tveir liðirnir eru beinlínis í andstöðu við þær ráðstafanir sem þegar hafa verið kynntar á grundvelli áætlunar sjóðsins," segir Lilja Mósesdóttir hagfræðingur. Hún hefur lagt til áætlun í sjö liðum, meðal annars til að vekja athygli á því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leiði Íslendinga til að fara aðrar leiðir til að kljást við alþjóðlegu fjármálakreppuna en mörg önnur ríki geri, til að mynda Bandaríkjamenn og margar Evrópuþjóðir. 12. nóvember 2008 00:01 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Tuttugu og fjórir fulltrúar sitja í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins IMF). Þeir eru ýmist fulltrúar einstakra ríkja eða hópa ríkja. Atkvæði hvers um sig hefur mismikið vægi. Bandaríkjamenn ráða langmestu um afdrif umsókna, en í tilviki Íslands ræður einfaldur meirihluti hvort umsókn verður samþykkt eða felld. Umsóknin hefur hins vegar hvorki komist í hendur stjórnarmanna sjóðsins, né hefur umsókn Íslands enn komist þar á dagskrá. Vægi atkvæðaAtkvæði Bandaríkjanna ræður mestu í 24 manna stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Atkvæði þeirra gildir til 16,77 prósenta í stjórninni. Nokkur önnur ríki ráða ein yfir atkvæði sínu: Japanar, Bretar, Frakkar, Þjóðverjar, Kínverjar, Rússar. Í öðrum tilvikum, líkt og hjá Norðurlöndum, eru hópar ríkja saman um fulltrúa í stjórninni. Mismunandi er hversu mikið vægi atkvæðin hafa, en nefna má að Ísland, ásamt öðrum ríkjum á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum, ráða 3,44 prósentum. Einfaldur meirihluti dugirThomas Moser, fulltrúi Sviss og fleiri ríkja í stjórn sjóðsins, segir að einfaldur meirihluti dugi til þess að samþykkja eða fella beiðni Íslands um aðstoð. Því má velta fyrir sér hvaða ríki kynnu að vilja leggja stein í götu Íslands í þessum efnum og hvort það dygði til.Íslensku bankarnir störfuðu víða í Evrópu og raunar víða um heim. Landsbankinn tók við innlánum í útibúum í Bretlandi og Hollandi. Kaupþing tók við innlánum í bæði dótturfélögum og útibúum í Benelux-löndum. Enn fremur var tekið við innlánum í Þýskalandi, Austurríki og víðar, þar á meðal Sviss. Bankarnir höfðu starfsemi víðar, meðal annars í Kanada. Sé gert ráð fyrir að þau ríki sem telji sig eiga harma að hefna vegna íslenskra banka bindist samtökum um að leggja stein í götu umsóknar Íslendinga til sjóðsins, þá má ætla að í eigin hópi næðu þau samanlagt um fimmtung atkvæðamagns. Þess má geta að Thomas Moser segir að Svisslendingar líti umsókn Íslendinga jákvæðum augum. Í hópi Svisslendinga eru líka Pólverjar sem hafa heitið Íslendingum láni. Láni sem forsætisráðherra hefur kallað drengskaparbragð. Þó er fullkomlega óvíst hvort ríki beita áhrifum sínum gagnvart öðrum til að tefja að umsókn Íslands komist að hjá stjórn sjóðsins eða krefjast þess að samið verði við Breta og Hollendinga. Við því fást ekki svör að utan. þrýstingur Breta og hollendingaHinir alræmdu Icesave-reikningar Landsbankans í Bretlandi hafa dregið mikinn dilk á eftir sér. Óleyst er milliríkjadeila við Breta og Hollendingar sitja á hliðarlínunni. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að þýskir bankar hafi tapað háum fjárhæðum á falli bankanna. Þá tók Kaupþing við innlánum á Edge-reikninga í útibúum þar í landi. Bretar segjast í fjölmiðlum styðja umsókn Íslendinga um efnahagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrisjóðsins. Stuðningurinn virðist hins vegar aðeins vera í orði, þar sem þeir vísa til þess að reglur sjóðsins kveði á um að umsækjendur þurfi að hafa samið við lánardrottna sína. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að Bretar og Hollendingar legðu ofurkapp á að gengið verði frá málum vegna Icesave-reikninganna, áður en önnur mál verði afgreidd. Stjórnvöld grunar að togað sé í spotta á bak við tjöldin. Geir Haarde forsætisráðherra sagði við Fréttablaðið að hann vonaði að dráttur á umsókn Íslands væri ekki til kominn af „annarlegum ástæðum". Angela Gaviria-Baptiste, upplýsingafulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í málefnum Íslands, vill ekki svara fyrirspurn Markaðarins um þetta atriði. Hún var spurð hvort óleyst deila Íslendinga og Breta kynni að tefja eða kæmi í veg fyrir að umsókn Íslands yrði tekin fyrir í stjórn sjóðsins. Hvenær kemur aðstoðin?Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir Haarde héldu blaðamannafund í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, síðdegis föstudaginn 24. október. Þar var tilkynnt að formlega yrði óskað aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún fæli í sér ríflega tveggja milljarða Bandaríkjadala lán frá sjóðnum. Sama dag kynnti sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sama mál í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. Þá kom fram að unnin hefði verið efnahagsáætlun í samstarfi stjórnvalda og sendinefndarinnar. Þá sagði Geir Haarde að búist væri við formlegu svari stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir tíu daga þaðan í frá. Þá færi héðan samningur Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, svonefnt „letter of intent", beiðni um aðstoð eða samningur. Sammála eða fallist á?Íslenskir ráðamenn hafa rætt um samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Efnahagsáætlun hafi verið unnin í samstarfi við hann og þar komið fram ýmis atriði sem Íslendingar myndu „hvort eð er" þurfa að ráðast í. Enn fremur hefur komið fram að bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra hafi skrifað undir samkomulagið eða það sem á ensku nefnist „letter of intent".Ummæli Geirs Haarde í fréttum Ríkisútvarpsins benda hins vegar til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi unnið efnahagsáætlunina, sem Íslendingar gangist svo undir. Í hádegisfréttum útvarpsins á sunnudag sagði Geir: „En við þurfum hins vegar á árunum 2010 til 2012/2013 að snúa taflinu við þannig að innbyggður halli sem nú er að myndast á fjárlögunum snúist yfir í afgang. Það er það sem við erum að fallast á í þessari efnahagsáætlun sjóðsins og það er sjálfsagt mál."Þetta var borið undir Geir í fyrrakvöld og lesið upp úr uppskrift fjölmiðlavaktarinnar, sem er að þessu leyti að minnsta kosti, rétt upp skrifuð. Geir sagði. „Þetta er nú ekki nákvæmt orðalag. Orðin fallast á eru ekki þarna. Þetta er það sem við höfum orðið sammála um, í þessu samkomulagi sem gert er og er forsenda fyrir lánveitingunni. Og þetta held ég að flestir myndu nú telja að við ættum að gera, hvort sem við værum í samstarfi við gjaldeyrissjóðinn eða ekki." Geir ítrekaði að þetta væri samningsatriði. Það væri ekki svo að við gengjumst undir skilyrði sjóðsins. Þá yrði áætlunin birt innan tíðar.Í henni felst meðal annars vaxtahækkun, til að hindra útstreymi fjármagns, og að halli á ríkissjóði verði greiddur upp á árinum 2010 til 2013. Ríkisstjórnin Austan við járntjaldÖgmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir þetta móðgun við lýðræðið. Skuldbinda eigi íslensku þjóðina og þinginu sé til málamynda tilkynnt um málið. „Hvert eru menn eiginlega komnir hérna? Menn eru eiginlega komnir langt austur fyrir járntjaldið." Hann segir ummæli forsætisráðherra í útvarpsfréttum sýna að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé tekinn við stjórnartaumum á Íslandi. „Þetta hefur okkur grunað og er ekki góð tilhugsun." Hann segir það kröfu í þjóðfélaginu að gengið verði til kosninga og landinu verði stýrt af fólki með umboð. Lítið hefur komið fram um inntak þessarar efnahagsáætlunar. Þó er vitað að stýrivaxtahækkun Seðlabankans á dögunum, í átján prósent hefur með hana að gera. Breytingar á umsókninniTíu manna sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var hér á landi um nokkurt skeið. Poul Thomsen, yfirmaður Evrópudeildar sjóðsins, fór fyrir nefndinni. Hún hélt héðan af landi brott 24. október, þegar formleið beiðni um aðstoð átti að fara héðan. Síðan þá, samkvæmt heimildum Markaðarins, hefur sjóðurinn hins vegar óskað eftir frekari upplýsingum héðan. Ekki er vitað hvaða upplýsingar um ræðir. Það bréf sem seinast var sent, undirritað af Davíð Oddssyni og Árna M. Mathiesen, fór héðan 3. nóvember. Í byrjun vikunnar bárust Markaðnum upplýsingar um að sjóðurinn hefði enn óskað upplýsinga frá stjórnvöldum. Forsætisráðherra kannaðist ekki við það í fyrrakvöld. Í gærmorgun var svo greint frá því í Wall Street Journal að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn biði upplýsinga héðan áður en stjórn hans gæti fjallað um lánveitinguna.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Tengdar fréttir Fleiri leiðir kunna að vera til „Í tillögum mínum er ekki gert ráð fyrir aðstoð sjóðsins. Fyrstu tveir liðirnir eru beinlínis í andstöðu við þær ráðstafanir sem þegar hafa verið kynntar á grundvelli áætlunar sjóðsins," segir Lilja Mósesdóttir hagfræðingur. Hún hefur lagt til áætlun í sjö liðum, meðal annars til að vekja athygli á því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leiði Íslendinga til að fara aðrar leiðir til að kljást við alþjóðlegu fjármálakreppuna en mörg önnur ríki geri, til að mynda Bandaríkjamenn og margar Evrópuþjóðir. 12. nóvember 2008 00:01 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Fleiri leiðir kunna að vera til „Í tillögum mínum er ekki gert ráð fyrir aðstoð sjóðsins. Fyrstu tveir liðirnir eru beinlínis í andstöðu við þær ráðstafanir sem þegar hafa verið kynntar á grundvelli áætlunar sjóðsins," segir Lilja Mósesdóttir hagfræðingur. Hún hefur lagt til áætlun í sjö liðum, meðal annars til að vekja athygli á því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leiði Íslendinga til að fara aðrar leiðir til að kljást við alþjóðlegu fjármálakreppuna en mörg önnur ríki geri, til að mynda Bandaríkjamenn og margar Evrópuþjóðir. 12. nóvember 2008 00:01