Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan hangir við 4.000 stigin

Kauphöllin í haustlitunum.
Kauphöllin í haustlitunum.
Nokkur viðsnúningur varð á gengi banka og fjármálafyrirtækja í Kauphöllinni eftir hækkun í fyrstu viðskiptum. Í byrjun dags leiddi Eimskipafélagið nokkra hækkun. Nú er gengi skipaflutningafélagsins hins vegar eitt á uppleið á meðan gengi bankanna hefur lækkað. Gengi Eimskipafélagsins fór hæst upp um tæp fjórtán prósent en stendur nú í 11,11 prósenta hækkun. Á sama tíma hefur gengið Existu lækkað um 1,49 prósent, Bakkavör lækkað um 0,58 prósent, Straumur lækkað um 0,47 prósent, Kaupþing lækkað um 0,29 prósent og Glitnir um 0,28 prósent. Úrvalvísitalan hefur lækkað um 0,26 prósent og stendur nú í 4.000 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í enda maí árið 2005.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×