Fótbolti

Ekki útilokað að Pato fari til Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pato fagnar.
Pato fagnar. Nordic Photos/Getty Images

Umboðsmaður Brasilíumannsins Pato neitar að loka á það að skjólstæðingur sinn verði seldur til Chelsea í sumar þó svo félag hans, AC Milan, segi að hann verði ekki seldur.

Pato hefur verið sterklega orðaður við enska félagið síðan Carlo Ancelotti var ráðinn sem knattspyrnustjóri þar á bæ.

Brasilíumaðurinn ungi hefur farið að ráðum landa síns, Kaká, og sagt að hann vilji vera áfram hjá Milan. Þar sé hann hamingjusamur.

„Milan þarf að ákveða hvað þeir vilja gera því við erum mjög spenntir fyrir áhuga Chelsea á leikmanninum. Lokaákvörðun liggur þó hjá Milan," sagði umboðsmaður Pato.

„Pato er samningsbundinn Milan en ef þeir taka tilboði Chelsea þá erum við opnir fyrir því að færa okkur um set. Eina sem ég get sagt er að það er ekki hundrað prósent að Pato verði hjá Milan en félagið ræður ferðinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×