Krefst forstjórastöðu Tals á ný 5. janúar 2009 11:43 Hermann Jónasson. Hermann Jónasson sem nýverið var sagt upp störfum sem forstjóri Tals fundaði með starfsfólki fyrirtækisins í morgun þar sem hann kynnti lögfræðiálit þar sem skýrt kemur fram að uppsögn hans úr starfi hafi verið ólögleg. „Ástæðan sé m.a. sú að í samþykktum Tals og hluthafasamkomulagi eru skýr ákvæði um að allar meiri háttar ákvarðanir skuli teknar með atkvæðum allra stjórnarmanna,“ segir í tilkynningu. Hermanni var vikið tafarlaust frá störfum 30. desember auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og hefur sagt að ákvörðunin sé ólögmæt. Forsaga málsins er sú að Tal gerði samning um aðgang að dreifikerfi Símans frá og með áramótum. Hingað til hefur Tal haft samning við Vodafone um aðgang að dreifikerfi þess en jafnframt verið með reikisamning við Símann með milligöngu Vodafone. Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Tals, hefur sagt að Hermann hafi leynt stjórnina upplýsingum og hún sem stjórnarformaður geti ekki unnið með slíkum manni. „Á fundi með starfsfólki Tals í morgun kom fram að Hermann harmaði mjög þá óvæntu atburðarás sem hófst milli jóla og nýárs. Hann hvatti starfsfólkið til að vinna áfram með hagsmuni Tals að leiðarljósi. Kvaðst hann vona að fulltrúar Teymis sæju að sér og að friður skapaðist sem fyrst um starfsemi Tals. Lýsti hann því jafnframt yfir að hann myndi ótrauður berjast fyrir sjálfstæði Tals og hagsmunum viðskiptavina." segir í tilkynningunni. Stefán Geir Þórisson, lögmaður Hermanns, hefur afhent Þórdísi lögfræðiálit þar sem fram kemur að Hermann krefst þess að fá á ný að gegna forstjórastarfinu og jafnframt að ráðning Ragnhildar Ágústsdóttur í starf nýs forstjóra verði tafarlaust dregin til baka. Tengdar fréttir Forstjóri Tals hafði umboð stjórnar Yfirlýsing frá Jóhanni Óla Guðmundssyni, stjórnarmaður í Tali. 3. janúar 2009 16:59 Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. 3. janúar 2009 12:00 Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00 Samkeppniseftirlitið skoðar mál Tals Samkeppniseftirlitið hefur til skoðunar deilur vegna reksturs símafyrirtækisins Tals og hefur sent forsvarsmönnum Teymis, stærsta eigenda Tals og símafyritækisins Vofafone, fyrirspurn vegna þess. 2. janúar 2009 15:59 Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. 1. janúar 2009 14:14 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hermann Jónasson sem nýverið var sagt upp störfum sem forstjóri Tals fundaði með starfsfólki fyrirtækisins í morgun þar sem hann kynnti lögfræðiálit þar sem skýrt kemur fram að uppsögn hans úr starfi hafi verið ólögleg. „Ástæðan sé m.a. sú að í samþykktum Tals og hluthafasamkomulagi eru skýr ákvæði um að allar meiri háttar ákvarðanir skuli teknar með atkvæðum allra stjórnarmanna,“ segir í tilkynningu. Hermanni var vikið tafarlaust frá störfum 30. desember auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og hefur sagt að ákvörðunin sé ólögmæt. Forsaga málsins er sú að Tal gerði samning um aðgang að dreifikerfi Símans frá og með áramótum. Hingað til hefur Tal haft samning við Vodafone um aðgang að dreifikerfi þess en jafnframt verið með reikisamning við Símann með milligöngu Vodafone. Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Tals, hefur sagt að Hermann hafi leynt stjórnina upplýsingum og hún sem stjórnarformaður geti ekki unnið með slíkum manni. „Á fundi með starfsfólki Tals í morgun kom fram að Hermann harmaði mjög þá óvæntu atburðarás sem hófst milli jóla og nýárs. Hann hvatti starfsfólkið til að vinna áfram með hagsmuni Tals að leiðarljósi. Kvaðst hann vona að fulltrúar Teymis sæju að sér og að friður skapaðist sem fyrst um starfsemi Tals. Lýsti hann því jafnframt yfir að hann myndi ótrauður berjast fyrir sjálfstæði Tals og hagsmunum viðskiptavina." segir í tilkynningunni. Stefán Geir Þórisson, lögmaður Hermanns, hefur afhent Þórdísi lögfræðiálit þar sem fram kemur að Hermann krefst þess að fá á ný að gegna forstjórastarfinu og jafnframt að ráðning Ragnhildar Ágústsdóttur í starf nýs forstjóra verði tafarlaust dregin til baka.
Tengdar fréttir Forstjóri Tals hafði umboð stjórnar Yfirlýsing frá Jóhanni Óla Guðmundssyni, stjórnarmaður í Tali. 3. janúar 2009 16:59 Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. 3. janúar 2009 12:00 Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00 Samkeppniseftirlitið skoðar mál Tals Samkeppniseftirlitið hefur til skoðunar deilur vegna reksturs símafyrirtækisins Tals og hefur sent forsvarsmönnum Teymis, stærsta eigenda Tals og símafyritækisins Vofafone, fyrirspurn vegna þess. 2. janúar 2009 15:59 Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. 1. janúar 2009 14:14 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Forstjóri Tals hafði umboð stjórnar Yfirlýsing frá Jóhanni Óla Guðmundssyni, stjórnarmaður í Tali. 3. janúar 2009 16:59
Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. 3. janúar 2009 12:00
Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00
Samkeppniseftirlitið skoðar mál Tals Samkeppniseftirlitið hefur til skoðunar deilur vegna reksturs símafyrirtækisins Tals og hefur sent forsvarsmönnum Teymis, stærsta eigenda Tals og símafyritækisins Vofafone, fyrirspurn vegna þess. 2. janúar 2009 15:59
Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. 1. janúar 2009 14:14