Krefst forstjórastöðu Tals á ný 5. janúar 2009 11:43 Hermann Jónasson. Hermann Jónasson sem nýverið var sagt upp störfum sem forstjóri Tals fundaði með starfsfólki fyrirtækisins í morgun þar sem hann kynnti lögfræðiálit þar sem skýrt kemur fram að uppsögn hans úr starfi hafi verið ólögleg. „Ástæðan sé m.a. sú að í samþykktum Tals og hluthafasamkomulagi eru skýr ákvæði um að allar meiri háttar ákvarðanir skuli teknar með atkvæðum allra stjórnarmanna,“ segir í tilkynningu. Hermanni var vikið tafarlaust frá störfum 30. desember auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og hefur sagt að ákvörðunin sé ólögmæt. Forsaga málsins er sú að Tal gerði samning um aðgang að dreifikerfi Símans frá og með áramótum. Hingað til hefur Tal haft samning við Vodafone um aðgang að dreifikerfi þess en jafnframt verið með reikisamning við Símann með milligöngu Vodafone. Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Tals, hefur sagt að Hermann hafi leynt stjórnina upplýsingum og hún sem stjórnarformaður geti ekki unnið með slíkum manni. „Á fundi með starfsfólki Tals í morgun kom fram að Hermann harmaði mjög þá óvæntu atburðarás sem hófst milli jóla og nýárs. Hann hvatti starfsfólkið til að vinna áfram með hagsmuni Tals að leiðarljósi. Kvaðst hann vona að fulltrúar Teymis sæju að sér og að friður skapaðist sem fyrst um starfsemi Tals. Lýsti hann því jafnframt yfir að hann myndi ótrauður berjast fyrir sjálfstæði Tals og hagsmunum viðskiptavina." segir í tilkynningunni. Stefán Geir Þórisson, lögmaður Hermanns, hefur afhent Þórdísi lögfræðiálit þar sem fram kemur að Hermann krefst þess að fá á ný að gegna forstjórastarfinu og jafnframt að ráðning Ragnhildar Ágústsdóttur í starf nýs forstjóra verði tafarlaust dregin til baka. Tengdar fréttir Forstjóri Tals hafði umboð stjórnar Yfirlýsing frá Jóhanni Óla Guðmundssyni, stjórnarmaður í Tali. 3. janúar 2009 16:59 Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. 3. janúar 2009 12:00 Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00 Samkeppniseftirlitið skoðar mál Tals Samkeppniseftirlitið hefur til skoðunar deilur vegna reksturs símafyrirtækisins Tals og hefur sent forsvarsmönnum Teymis, stærsta eigenda Tals og símafyritækisins Vofafone, fyrirspurn vegna þess. 2. janúar 2009 15:59 Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. 1. janúar 2009 14:14 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Hermann Jónasson sem nýverið var sagt upp störfum sem forstjóri Tals fundaði með starfsfólki fyrirtækisins í morgun þar sem hann kynnti lögfræðiálit þar sem skýrt kemur fram að uppsögn hans úr starfi hafi verið ólögleg. „Ástæðan sé m.a. sú að í samþykktum Tals og hluthafasamkomulagi eru skýr ákvæði um að allar meiri háttar ákvarðanir skuli teknar með atkvæðum allra stjórnarmanna,“ segir í tilkynningu. Hermanni var vikið tafarlaust frá störfum 30. desember auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og hefur sagt að ákvörðunin sé ólögmæt. Forsaga málsins er sú að Tal gerði samning um aðgang að dreifikerfi Símans frá og með áramótum. Hingað til hefur Tal haft samning við Vodafone um aðgang að dreifikerfi þess en jafnframt verið með reikisamning við Símann með milligöngu Vodafone. Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Tals, hefur sagt að Hermann hafi leynt stjórnina upplýsingum og hún sem stjórnarformaður geti ekki unnið með slíkum manni. „Á fundi með starfsfólki Tals í morgun kom fram að Hermann harmaði mjög þá óvæntu atburðarás sem hófst milli jóla og nýárs. Hann hvatti starfsfólkið til að vinna áfram með hagsmuni Tals að leiðarljósi. Kvaðst hann vona að fulltrúar Teymis sæju að sér og að friður skapaðist sem fyrst um starfsemi Tals. Lýsti hann því jafnframt yfir að hann myndi ótrauður berjast fyrir sjálfstæði Tals og hagsmunum viðskiptavina." segir í tilkynningunni. Stefán Geir Þórisson, lögmaður Hermanns, hefur afhent Þórdísi lögfræðiálit þar sem fram kemur að Hermann krefst þess að fá á ný að gegna forstjórastarfinu og jafnframt að ráðning Ragnhildar Ágústsdóttur í starf nýs forstjóra verði tafarlaust dregin til baka.
Tengdar fréttir Forstjóri Tals hafði umboð stjórnar Yfirlýsing frá Jóhanni Óla Guðmundssyni, stjórnarmaður í Tali. 3. janúar 2009 16:59 Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. 3. janúar 2009 12:00 Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00 Samkeppniseftirlitið skoðar mál Tals Samkeppniseftirlitið hefur til skoðunar deilur vegna reksturs símafyrirtækisins Tals og hefur sent forsvarsmönnum Teymis, stærsta eigenda Tals og símafyritækisins Vofafone, fyrirspurn vegna þess. 2. janúar 2009 15:59 Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. 1. janúar 2009 14:14 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Forstjóri Tals hafði umboð stjórnar Yfirlýsing frá Jóhanni Óla Guðmundssyni, stjórnarmaður í Tali. 3. janúar 2009 16:59
Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. 3. janúar 2009 12:00
Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00
Samkeppniseftirlitið skoðar mál Tals Samkeppniseftirlitið hefur til skoðunar deilur vegna reksturs símafyrirtækisins Tals og hefur sent forsvarsmönnum Teymis, stærsta eigenda Tals og símafyritækisins Vofafone, fyrirspurn vegna þess. 2. janúar 2009 15:59
Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. 1. janúar 2009 14:14