Rannsóknargögn lögreglu skilin eftir á víðavangi 27. apríl 2009 18:59 Öll rannsóknargögn lögreglu í Pólstjörnumálinu og öðrum umfangsmiklum lögreglumálum voru skilin eftir á víðavangi. Á meðal þess sem þar var að finna voru ljósmyndir og aðrar viðkvæmar persónuupplýsingar. Lögmaður, sem stóð í flutningum um helgina, er ábyrgur. Í ruslagámi rétt við Þingvallavatn, sem er mikið notaður af fólki í sumarhúsum á svæðinu, fannst ekkert venjulegt rusl þegar fréttastofa kom á staðinn í morgun. Í staðinn var þar að finna mörg þúsund blaðsíður af rannsóknargöngum, afritum af lögregluskýrslum, ljósmyndum og fleira. Á meðal þeirra gagna sem þarna var að finna voru rannsóknargögn lögreglu úr pólstjörnumálinu svokallaða, einu stærsta fíkniefnamáli síðari tíma. Gögnin í gámnum voru gríðarlega ítarleg og nákvæm og í sumum tilfellum afar persónuleg. Nöfn kennitölur og bankaupplýsingar úr skilnaðarmálum, innheimtumálum og gjaldþrotamálum svo eitthvað sé nefnt. Viðlíka gögn úr öðrum umfangsmiklum sakamálum var einnig að finna í gámnum. Ljósmyndir sem voru í gámnum eru eru gott dæmi um það hvers konar göng þetta eru. Þær eru teknar af óeinkennisklæddum lögreglumönnum í Kaupmannahöfn og sýna höfuðpaurana í Pólstjórnumálinu á meðan smyglið var enn í undirbúningi. Ekki beint eitthvað sem þú vilt skilja eftir á glámbekk, Fréttastofa fann fljótlega út að gögnin eru af lögfræðistofunni Lega og tilheyra flest sakborningum sem lögfræðingar stofunnar hafa varið gegn ákærum undanfarin ár. Framkvæmdastjóri lögmannafélags Íslands sagði málið alvarlegt þegar fréttastofa ræddi við hann í dag. Lögmenn séu bundnir trúnaði við skjólstæðinga sína. Og hann hafi mögulega verið brotinn í þessu tilfelli. Viðkvæmum gögnum eigi að eyða þannig að tryggt sé að þau komist ekki í rangar hendur. Bjarni Hauksson hjá lögfræðistofunni Lega segir að gögnin hafi lent í ruslagámnum á Þingvöllum fyrir mistök sem urðu í flutningum um helgina. Þau yrðu tafarlaust fjarlægð. Hann sagðist miður sín vegna mistakanna. Pólstjörnumálið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Öll rannsóknargögn lögreglu í Pólstjörnumálinu og öðrum umfangsmiklum lögreglumálum voru skilin eftir á víðavangi. Á meðal þess sem þar var að finna voru ljósmyndir og aðrar viðkvæmar persónuupplýsingar. Lögmaður, sem stóð í flutningum um helgina, er ábyrgur. Í ruslagámi rétt við Þingvallavatn, sem er mikið notaður af fólki í sumarhúsum á svæðinu, fannst ekkert venjulegt rusl þegar fréttastofa kom á staðinn í morgun. Í staðinn var þar að finna mörg þúsund blaðsíður af rannsóknargöngum, afritum af lögregluskýrslum, ljósmyndum og fleira. Á meðal þeirra gagna sem þarna var að finna voru rannsóknargögn lögreglu úr pólstjörnumálinu svokallaða, einu stærsta fíkniefnamáli síðari tíma. Gögnin í gámnum voru gríðarlega ítarleg og nákvæm og í sumum tilfellum afar persónuleg. Nöfn kennitölur og bankaupplýsingar úr skilnaðarmálum, innheimtumálum og gjaldþrotamálum svo eitthvað sé nefnt. Viðlíka gögn úr öðrum umfangsmiklum sakamálum var einnig að finna í gámnum. Ljósmyndir sem voru í gámnum eru eru gott dæmi um það hvers konar göng þetta eru. Þær eru teknar af óeinkennisklæddum lögreglumönnum í Kaupmannahöfn og sýna höfuðpaurana í Pólstjórnumálinu á meðan smyglið var enn í undirbúningi. Ekki beint eitthvað sem þú vilt skilja eftir á glámbekk, Fréttastofa fann fljótlega út að gögnin eru af lögfræðistofunni Lega og tilheyra flest sakborningum sem lögfræðingar stofunnar hafa varið gegn ákærum undanfarin ár. Framkvæmdastjóri lögmannafélags Íslands sagði málið alvarlegt þegar fréttastofa ræddi við hann í dag. Lögmenn séu bundnir trúnaði við skjólstæðinga sína. Og hann hafi mögulega verið brotinn í þessu tilfelli. Viðkvæmum gögnum eigi að eyða þannig að tryggt sé að þau komist ekki í rangar hendur. Bjarni Hauksson hjá lögfræðistofunni Lega segir að gögnin hafi lent í ruslagámnum á Þingvöllum fyrir mistök sem urðu í flutningum um helgina. Þau yrðu tafarlaust fjarlægð. Hann sagðist miður sín vegna mistakanna.
Pólstjörnumálið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira