Bandarískur prófessor: Íslendingar, lítið ykkur nær Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 19. ágúst 2009 10:36 Daniel W. Drezner, prófessor í alþjóðastjórnmálum og bloggari. Mynd/Bloggingheads.tv „[Sagan] er næstum jafn dramatísk og ævintýri úr norrænni goðafræði," segir Daniel W. Drezner, þekktur bandarískur prófessor og bloggari, í grein á vefsvæði Wall Street Journal í gær. Þar leggur hann út af bókinni Why Iceland? eftir Ásgeir Jónsson, forstöðumann greiningardeildar Kaupþings, og fjallar um hrun íslenska bankakerfisins. Í grein Drezners kemur hann inn á einkavæðingu bankanna, öran hagvöxt í landinu í aðdraganda bankahrunsins og loks lausafjárkreppuna, hrun krónunnar og áhlaup á bankana. Hann gagnrýnir viðbrögð stjórnmála- og embættismanna við hruninu, og segir það ekki þurfa að koma neinum á óvart að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hafi verið snjallari við kveðskap en fjármálafræði. Þá lýsir hann símtali fjármálaráðherra Íslands og Bretlands árið 2008 sem endaði með því að Bretar nýttu hryðjuverkalög landsins til að frysta eignir Landsbankans. Drezner segir sögu hrunsins á Íslandi vera frábært efni í góða frásögn, en segir Ásgeir Jónsson þó bjóða upp á lítið nýtt í bók sinni Why Iceland? þrátt fyrir að hafa verið í góðri innanbúðarstöðu vegna starfsins í Kaupþingi. Hann segir bókina minna um of á greiningarskýrslur eða fréttaskrif á köflum og virðist lítið hrifinn af gamansögum Ásgeirs úr bankageiranum. Hann segir mesta gagnið í bókinni vera að hún afhjúpi hugarfar íslensku þjóðarinnar. Hann bendir á að Ásgeir eyði ófáum blaðsíðum í að útlista blóraböggla sem brugðust Íslandi á alþjóðavettvangi, án þess að litið sé í eigin barm. Þetta þykir Drezner ekki sannfærandi og segir Íslendinga í leit að sökudólgum mega líta sér nær. Grein Drezners má lesa hér. Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
„[Sagan] er næstum jafn dramatísk og ævintýri úr norrænni goðafræði," segir Daniel W. Drezner, þekktur bandarískur prófessor og bloggari, í grein á vefsvæði Wall Street Journal í gær. Þar leggur hann út af bókinni Why Iceland? eftir Ásgeir Jónsson, forstöðumann greiningardeildar Kaupþings, og fjallar um hrun íslenska bankakerfisins. Í grein Drezners kemur hann inn á einkavæðingu bankanna, öran hagvöxt í landinu í aðdraganda bankahrunsins og loks lausafjárkreppuna, hrun krónunnar og áhlaup á bankana. Hann gagnrýnir viðbrögð stjórnmála- og embættismanna við hruninu, og segir það ekki þurfa að koma neinum á óvart að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hafi verið snjallari við kveðskap en fjármálafræði. Þá lýsir hann símtali fjármálaráðherra Íslands og Bretlands árið 2008 sem endaði með því að Bretar nýttu hryðjuverkalög landsins til að frysta eignir Landsbankans. Drezner segir sögu hrunsins á Íslandi vera frábært efni í góða frásögn, en segir Ásgeir Jónsson þó bjóða upp á lítið nýtt í bók sinni Why Iceland? þrátt fyrir að hafa verið í góðri innanbúðarstöðu vegna starfsins í Kaupþingi. Hann segir bókina minna um of á greiningarskýrslur eða fréttaskrif á köflum og virðist lítið hrifinn af gamansögum Ásgeirs úr bankageiranum. Hann segir mesta gagnið í bókinni vera að hún afhjúpi hugarfar íslensku þjóðarinnar. Hann bendir á að Ásgeir eyði ófáum blaðsíðum í að útlista blóraböggla sem brugðust Íslandi á alþjóðavettvangi, án þess að litið sé í eigin barm. Þetta þykir Drezner ekki sannfærandi og segir Íslendinga í leit að sökudólgum mega líta sér nær. Grein Drezners má lesa hér.
Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira