Framtíð Úkraínumannsins Andriy Shevchenko er enn óráðin. Hann er kominn aftur til Chelsea úr láni frá AC Milan en Sheva á eitt ár eftir af samningi sínum við enska liðið.
Hann gerir þó ekki endilega ráð fyrir því að vera inn í plönum stjórans, Carlo Ancelotti, sem notaði hann sama og ekkert með Milan síðasta vetur.
Hann útilokar ekki að snúa aftur í enska boltann.
„Ég sný aftur til æfinga hjá Chelsea þann 9. júlí. Svo sjáum við hvað setur. Ég hef rætt við stjórann og við munum spjalla betur í júlí. Ég vil heiðra samning minn við Chelsea en ef það er ekki hægt þá er Roma efst á óskalistanum hjá mér," sagði Shevchenko sem átti frábær ár með AC Milan á sínum tíma.