Viðskipti erlent

Fyrsta tap Nokia frá aldamótum

Finnska farsímafyrirtækið Nokia skilaði sínu fyrsta tapi frá aldamótum á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Tapið nam tæplega 560 milljónum evra eða yfir 100 milljörðum kr. Í fréttum erlendra fjölmiðla segir að tapið hafi komið á óvart.

Nokia er stærsti farsímaframleiðandi í heimi en tapaði töluvert af markaðshlutdeild sinni milli annars og þriðja ársfjórðungs, hún fór úr 41% og niður í 35%. Þá hefur sala á farsímum Nokia fallið um 20% frá september í fyrra og til september í ár.

Við fréttirnar féllu hlutir í Nokia um rúm 9% í kauphöllini í Helsinki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×